Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. júlí 2022 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pablo búinn að vera veikur - Vonandi klár á fimmtudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur mistókst að minnka forskot Breiðablik í Bestu deildinni í gær þegar liðið gerði jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ.


Kristall Máni Ingason er byrjaður að undirbúa brottför til Noregs þar sem hann gengur til liðs við Rosenborg og var því ekki með í gær.

Það vakti einnig athygli að Pablo Punyed byrjaði á bekknum en Arnar greindi frá því að hann væri búinn að vera veikur síðustu daga.

„Hann var búinn að vera veikur síðustu 3-4 daga, við erum bara með hugann við leikinn á fimmtudaginn fyrir hann. Vonandi nær hann orkunni upp, honum leið aðeins betur í morgun," sagði Arnar.

Víkingur mætir Lech Poznan frá Póllandi í Víkinni á fimmtudaginn í Sambandsdeildinni.

„Það hefði held ég ekki verið góð ákvörðun að spila honum í þessum leik en það var auðvitað gott að hafa hann á bekknum ef á þurfti að halda en vonandi verður hann klár á fimmtudaginn."


Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner