Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   mán 16. maí 2011 22:48
Björn Steinar Brynjólfsson
Andri Steinn: Tileinka þetta mark mömmu og bróður mínum
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
,,Ég er gríðarlega sáttur. Það er gríðarlega sterkt að koma í Grindavík og sækja stig og hvað þá þrjú," sagði Andri Steinn Birgisson sem skoraði fyrra mark Keflvíkinga í 2-0 sigri á Grindavík í kvöld.

,,Það var erfitt að spila í þessum vindi. Þetta býður eiginlega ekki upp á neinn fótbolta og það lið sem vildi sigurinn meira tók hann."

Ómar Jóhannsson markvörður Keflvíkingar bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í kvöld.

,,Ómar var frábær og sýndi að hann er toppklassamarkvörður og sennilega sá besti í þessari deild."

Andri Steinn skoraði gegn sínum gömlu félögum í kvöld en hann lék með Grindavík á sínum tíma.

,,Það skiptir eiginlega ekki máli á móti hverjum ég skora. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Grindavíkurvelli og það er frábært að vera hérna. Það eru frábærir áhorfendur og það er frábært að koma til Grindavíkur og spila."

,,Ég tileinka þetta mark mömmu minni og bróður mínum. Það er búið að vera töluvert í gangi og þetta er algjörlega fyrir þau tvö,"
sagði Andri að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner