Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 16. maí 2011 22:48
Björn Steinar Brynjólfsson
Andri Steinn: Tileinka þetta mark mömmu og bróður mínum
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
,,Ég er gríðarlega sáttur. Það er gríðarlega sterkt að koma í Grindavík og sækja stig og hvað þá þrjú," sagði Andri Steinn Birgisson sem skoraði fyrra mark Keflvíkinga í 2-0 sigri á Grindavík í kvöld.

,,Það var erfitt að spila í þessum vindi. Þetta býður eiginlega ekki upp á neinn fótbolta og það lið sem vildi sigurinn meira tók hann."

Ómar Jóhannsson markvörður Keflvíkingar bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í kvöld.

,,Ómar var frábær og sýndi að hann er toppklassamarkvörður og sennilega sá besti í þessari deild."

Andri Steinn skoraði gegn sínum gömlu félögum í kvöld en hann lék með Grindavík á sínum tíma.

,,Það skiptir eiginlega ekki máli á móti hverjum ég skora. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Grindavíkurvelli og það er frábært að vera hérna. Það eru frábærir áhorfendur og það er frábært að koma til Grindavíkur og spila."

,,Ég tileinka þetta mark mömmu minni og bróður mínum. Það er búið að vera töluvert í gangi og þetta er algjörlega fyrir þau tvö,"
sagði Andri að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner