Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. maí 2008 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild karla - 4. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KR verði í 4. sæti Landsbankadeildarinnar í sumar. Sextán sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KR fékk 150 stig út úr þessu.



Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari,  Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR,  Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings,  Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari,  Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.

Hvað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.

Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á KR.

Um KR:
KR verður með mjög sterkt lið í sumar og ég held að þeir verði vafalítið í toppbaráttu. Þeir eru með gríðarlega reynslumikinn og öflugan þjálfara og eru búnir að fá góða menn til liðs við sig sem passa vel inn í það sem þeir virðast ætla að gera. Þjálfarinn tilkynnti, ef ég man rétt, að þeir ætla að spila 4-4-2 og það hentar þessari blöndu leikmanna örugglega mjög vel.

Styrkleikar:
Þeir eru með marga möguleika í sókninni og ég held þar verði þeir jafnvel sterkastir. Logi var reyndar þekktur fyrir það þegar hann var í Kaplakrika að hann gat og getur líka látið menn verjast vel og byggt upp góðan varnarpakka… þegar þetta tvennt fer saman er von á góðum árangri.

Veikleikar:
Mér hefur stundum fundist KR vera með of líka leikmenn í sumum leikstöðum. En það er spurning hvort þjálfarinn hefur ekki fundið lausnina á því með þeim leikmönnum sem hann fengið til liðsins. Svo líka það að í Frostaskjóli hefur alltaf verið gríðarlega mikil utanaðkomandi pressa og óþolinmæði ef ekki gengur vel í fyrstu leikjunum og það hefur svo valdið því í framhaldinu að það gengur illa allt tímabilið. Það er því mikilvægt fyrir KR að byrja vel.

Gaman að fylgjast með:
Það verður virkilega athyglisvert að sjá hvort Guðjón Baldvinsson hefur ekki örugglega styrkinn í að verða alvöru úrvalsdeildarleikmaður. Þetta er hans fyrsta ár í úrvalsdeild og það verður virkilega gaman að fylgast með honum. Ég hef tröllatrú á að hann muni gera frábæra hluti fyrir KR.

Lykilmaður:
Menn eins og Gunnlaugur Jónsson sem stýrir þeirra varnarleik og er algjört akkeri þar og svo held ég að Viktor Bjarki eigi eftir að stýra sóknarleiknum og fara mikinn enda held ég að hann sé ólmur í að sýna sig aftur eftir hálf magran tíma í Noregi.


Þjálfarinn:
Logi Ólafsson þjálfar KR nú á sínu fyrsta heila tímabili en hann hafði tekið við liðinu á miðju tímabili í fyrra er Teitur Þórðarson yfirgaf félagið. Logi hafði þá ekki þjálfað félagslið hér á landi síðan hann stýrði FH um aldamótin en hann kom liðinu þá í efstu deild á ný eftir mörg ár í næst efstu deild og stýrði liðinu til þriðja sætis í efstu deild árið 2001. Hann hóf þjálfaraferil sinn árið 1987 er hann þjálfaði kvennalið Vals í tvö ár en þaðan lá leiðin til Víkinga sem hann þjálfaði árin 1990-1992 og gerði liðið að Íslandsmeisturum 1991.

1993-1994 þjálfaði hann kvennalandslið Íslands og árið 1995 stýrði hann ÍA og gerði liðið að Íslandsmeisturum. Árið eftir tók hann við landsliði Íslands og stýrði þeim 1996-1997 og fór þaðan aftur til ÍA 1997 og 1998.

Hann tók svo við FH og stýrði liðinu ásamt því að stýra kvennalandsliðinu árið 2000. Hann hætti hjá FH eftir tímabilið 2001 og varð aðstoðarþjálfari Lilleström. Hann tók svo aftur við Íslenska landsliðinu eftir að hann kom heim og stýrði liðinu ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni árin 2003-2005.
 
Líklegt byrjunarlið KR í upphafi móts:



Völlurinn:
Aðstæða áhorfenda á KR velli er með besta móti þar sem öll stúkan er búin sætum. Auk þess aðstaða fyrir áhorfendur á trétröppum við hlið stúkunnar beggja vegna og bakvið auglýsingaskilti þeim megin sem leikmannaskýlin eru. Oft er umgjörðin í kringum leiki liðsins hvað flottust í deildinni á KR-velli. Alls komast 3500 áhorfendur á KR völlinn en þar af eru um 1600 sæti.


Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna KR eru: Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Bubbi Morthens poppstjarna, Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsstjarna, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona, Bogi Ágústsson fréttamaður, Þröstur Emilsson fréttamaður, Mörður Árnason þingmaður, Egill Helgason, Haukur Hólm, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Óli Björn Kárason, Gunnar Smári Egilsson, Bjarni Felixson íþróttafréttamaður.   

Spáin
nr. Lið Stig
1
-
-
2
-
-
3
-
-
4
KR
150
5
130
6
109
7
92
8
85
9
50
10
49
11 Fjölnir 48
12 Grindavík 24


Um félagið

Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Stofnað 1899

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1912, 1919, 1926, 1927, 1928, 1929, 1931, 1932, 1934, 1941, 1948, 1949, 1950, 1952, 1955, 1959, 1961, 1963, 1965, 1968, 1999, 2000, 2002, 2003
Bikarmeistarar: 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999
Deildabikarmeistarar
1998, 2001

Búningar:
Nike

Aðalbúningur:
Peysa: Svört og hvít / Buxur: Svartar / Sokkar: Hvítir

Varabúningur:
Appelsínugul treyja, hvítar buxur, appelsínugulir sokkar 

Opinber vefsíða:
KR.is

Stuðningsmannasíða
KRReykjavik.is



Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson úr Víkingi
Guðjón Baldvinsson úr Stjörnunni
Gunnar Örn Jónsson úr Breiðablik
Jónas Guðni Sævarsson úr Keflavík
Viktor Bjarki Arnarsson úr Lilleström (á láni)
Farnir frá síðasta sumri:
Rúnar Kristinsson, hættur
Sigþór Júlíusson, hættur
Bjarnólfur Lárusson, hættur
Sigmundur Kristjánsson í Þrótt
Ágúst Gylfason í Fjölni
Vigfús Arnar Jósepsson í Leikni
Tryggvi Sveinn Bjarnason í Stjörnuna
Jóhann Þórhallsson í Fylki
Henning Eyþór Jónasson í Selfoss
Tómas Agnarsson í Reyni Sandgerði á láni
Atli Jónasson í Hauka á láni
Brynjar Orri Bjarnason í Víking á láni
Komnir til baka úr láni:
Guðmundur Pétursson frá Sandefjord
Skúli Jónsson Þróttur R.
Vigfús Arnar Jósepsson Leiknir R.

Leikmenn KR
nr. Nafn Staða
1. Kristján Finnbogason Markvörður
2. Grétar Sigfinnur Sigurðar. Varnarmaður
3. Pétur Hafliði Marteinsson Varnarmaður
4. Gunnlaugur Jónsson Varnarmaður
5. Kristinn J. Magnússon Miðjuamaður
6. Jónas Guðni Sævarsson Miðjumaður
7. Guðjón Baldvinsson Framherji
8. Atli Jóhannsson Miðjumaður
9. Óskar Örn Hauksson Miðjumaður
10. Björgólfur Takefusa Framherji
11. Grétar Ólafur Hjartarson Framherji
12. Ingimundur Níels Óskarss. Framherji
14. Viktor Bjarki Arnarsson Miðjumaður
15. Skúli Jón Friðgeirsson Miðjumaður
16. Einar Bjarni Ómarsson Miðjumaður
17. Ásgeir Örn Ólafsson Miðjumaður
20. Gunnar Örn Jónsson Miðjumaður
21. Guðmundur Reynir Gunn. Varnarmaður
22. Stefán Logi Magnússon Markvörður
23. Vilhjálmur Darri Einarss Varnarmaður
24. Guðmundur Pétursson Miðjumaður
25. Eggert Rafn Einarsson Varnarmaður
26. Skúli Jónsson Framherji
27. Davíð Birgisson Framherji

Leikir KR
Dags: Tími Leikur
10. maí 14:00 KR - Grindavík
15. maí 19:15 Fjölnir - KR
20. maí 20:00 KR - Breiðablik
25. maí 20:00 FH - KR
2. júní 19:15 KR - Fram
8. júní 14:00 Keflavík - KR
15. júní 16:00 KR - Fylkir
23. júní 19:15 HK - KR
30. júní 19:15 KR - ÍA
6. júlí 19:15 Þróttur - KR
10. júlí 19:15 KR - Valur
21. júlí 19:15 Grindavík - KR
29. júlí 19:15 KR - Fjölnir
6. ágúst 19:15 Breiðablik - KR
10. ágúst 19:15 KR - FH
17. ágúst 19:15 Fram - KR
24. ágúst 18:00 KR - Keflavík
31. ágúst 18:00 Fylkir - KR
13. sept 16:00 KR - HK
18. sept 17:15 ÍA - KR
21. sept 16:00 KR - Þróttur
27. sept 14:00 Valur - KR

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner