fös 24. júlí 2009 11:19
Magnús Már Einarsson
Heimild: Reuters 
Esteban Granero til Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur keypt miðjumanninn Esteban Granero aftur frá Getafe en talið er að kaupverðið hljóði upp á fjórar milljónir evra.

Þessi 22 ára gamli leikmaður kom upp úr unglingastarfi Real Madrid en hann gekk í raðir Getafe fyrir tveimur árum.

Hann hefur núna gert fjögurra ára samning við Real Madrid en hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar á eftir Cristiano Ronaldo, Kaka, Karim Benzema og Raul Albiol.

,,Þessi tvö ár hjá Getafe hafa verið góð fyrir mig og ég tel mig vera tilbúinn," sagði Granero.

,,Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að reyna að vinna mér sæti í liðinu og ég held að ég geti það."
Athugasemdir
banner
banner
banner