Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   þri 08. febrúar 2011 07:00
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Það er heimur fyrir utan England
Sam Tillen
Sam Tillen í leik með Fram.
Sam Tillen í leik með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Leighton Baines vildi ekki fara til Þýskalands.
Leighton Baines vildi ekki fara til Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá tækifæri til að skrifa fyrir þessa vefsíðu.

Spurningin sem ég fæ alltaf þegar ég fer til Englands er: ‘Hvernig er Ísland?’ Enginn þarna virðist vita eithvað um þetta yndislega land og það er mikil synd. Ég skammaðist mín en var ekki hissa þegar ég sá að Matthías Vilhjálmsson var spurður að því hvort hann ætti heima í snjóhúsi þegar hann gekk í raðir Colchester United. Íslenskir vinir mínir sem hafa spilað á Englandi hafa verið spurðir að því hvort að ísbirnir séu labbandi um og hvort að þeir viti hvað tölva er, ‘Viltu vita hvernig á að kveikja á henni?’ var einn spurður. Ég hef sjálfur verið spurður, ‘hvernig er að búa með mörgæsum?’ Eina svarið sem er þess virði að gefa þá er ‘æðislegt’. Fólk veit ekki einu sinni hvar Ísland er og það veit ekki að það er einungis 3 tíma frá London. Nágranni foreldra minna var í sjokki þegar hann komst að því en hann hélt að ferðin tæki að minnsta kosti helmingi lengri tíma.

Englendingar eru yfir höfuð ekki mjög opnir og þess vegna sérðu ekki marga leikmenn reyna fyrir sér erlendis. Leighton Baines hafnaði Bayern München nýlega til að vera áfram hjá Everton þar sem hann vildi ekki slíta rótum. Ég er viss um að ef þetta væri Manchester United eða svipað stórt félag í Englandi þá hefði hann farið. Ég skrifa blogg fyrir vefsíðuna lesrosbifs.net sem fylgist með enskum leikmönnum sem spila erlendis. Miðað við alla leikmennina sem koma upp á Englandi þá eru mjög fáir leikmenn sem spila erlendis. Ég átti einu sinni liðsfélaga sem var að fara frá Brentford til félags í Vestur-London. Hann ólst upp í London og neitaði algjörlega fara til félags fyrir utan M25, sem er hraðbrautin fyrir utan London og nær lengst 25 kílómetra frá miðborginni í London.


Ég segi ekki að ég sé betri persóna en aðrir af því að ég yfirgaf England, það væri algjörlega ósanngjarnt að segja það. Ég er einungis að útskýra hugarfar flesta landa minna. Ég vissi alltaf að ég vildi fara úr heimabæ mínum, þrátt fyrir að það sé grænt og fallegt í Roy Berkshire, til að prófa eitthvað nýtt. Ég bjóst aldrei við að enda á að búa á Íslandi, það er á hreinu; en aðstæður breytast stundum. Áhugi minn á að breyta til byrjaði þegar ég var krakki og fór að elska landafræði. Í æsku dýrkaði ég Heimsatlasinn minn. Ég þekkti nánast alla þjóðfána sem og höfuðbörgir allra landa. Ég veit að þetta lítur út eins og ég hafi verið mjög sorglegur en ég gerði líka þessa venjulegu hluti sem aðrir krakkar gera, ég lofa því.

Ég og fjölskyldan mín auk þeirra sem hafa heimsótt okkur hérna erum orðin svona lítið ferðamálaráð fyrir Ísland sem talsmenn okkar nýja heimilis. Foreldrum mínum líkar sérstaklega vel hérna. Á síðasta ári fórum við á afmæli móður minnar í Reykjadal og böðuðum okkur í heitum læk þar innan um fallegt landslag. Það er ekki hægt að gera það úti í náttúrunni á Englandi, það er ljóst.

Ég hef notið þess í botn að spila og búa á Íslandi og svo mikið að ég hef engar áætlanir um að snúa aftur til Englands. Auðvitað eru margar ástæður fyrir því. Ein af aðalástæðunum er að ég hef spilað með frábærum hóp af leikmönnum hjá Fram, enginn verðskuldar velgengni jafnmikið og þeir. (Þrátt fyrir að margir sem lesa þetta séu auðvitað ósammála því).

Við eigum bara eftir að sjá hvort að við getum notið velgengni.
banner
banner