Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   fös 13. janúar 2012 12:25
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarnason fer til Standard Liege
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er á leið til belgíska félagsins Standard Liege samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Samningur Birkis við Viking rann út um áramótin og allt bendir til þess að hann skrifi undir hjá Standard Liege á næstu dögum.

Birkir átti að mæta á fyrstu æfingar Lars Lagerback með íslenska landsliðið um helgina en hann átti ekki heimagengt þar sem hann er að ganga frá samningi í Belgíu.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur leikið með Viking síðan árið 2006 en hann var einnig í láni hjá Bodö/Glimt árið 2008.

Standard Liege er sem stendur í fimmta sæti í belgísku deildinni með 31 stig, níu stigum á eftir toppliði Anderlecht.

Ásgeir Sigurvinsson, einn besti knattspyrnumaður Íslendinga frá upphafi, lék með Standard Liege við góðan orðstír á sínum tíma.
banner
banner
banner