Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 12. júní 2013 15:10
Magnús Már Einarsson
Óli Geir: Þetta er erfiður rekstur
Leikmenn Fylkis borga hluta af flugfari á Höfn í Hornafirði
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Fylkis hafa ákveðið að borga sjálfir hluta af ferðakostnaði liðsins fyrir leikinn gegn Sindra í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í næstu viku.

Leikmennirnir fengu að velja hvort þeir myndu ferðast með rútu í leikinn eða brúa bilið sjálfir þannig að hægt verði að fljúga.

,,Það kostar 335 þúsund að fara í rútu en það kostar 690 þúsund kall að fljúga. Menn fengu bara að velja," sagði Ólafur Geir Magnússon í meistaraflokksráði Fylkis við Fótbolta.net í dag.

,,Auðvitað viljum við borga allt fyrir alla en það er ekki hægt, þetta er erfiður rekstur. Til að réttlæta þetta flug og kostnaðinn við það þá vorum við tilbúnir að leggja fram x upphæð og leikmenn brúuðu bilið. Þetta var lýðræðisleg kosning og hún endaði svona."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net borga leikmenn 10 þúsund krónur á mann fyrir flugið en Tryggvi Guðmundsson segir leikmenn hafa ákveðið að fljúga til að undirbúa sig betur undir leikinn.

,,Við tökum þetta á okkur þar sem að undirbúningur fyrir leikinn skiptir öllu máli og við völdum flugið," sagði Tryggvi en þetta er ný reynsla fyrir hann.

,,Maður er í úrvalsdeild og þarf að borga fyrir flugið sjálfur. Þetta er skrýtinn heimur en peningaleysið er mikið og það kemur bersýnilega í ljós þarna."
Athugasemdir
banner
banner