Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 13. september 2004 10:50
Smá tölfræði úr 2. deild
KS voru yfirburðarlið í 2. deild
KS voru yfirburðarlið í 2. deild
Við á Fótbolti.net reynum alltaf að gera öllum deildum góð skil og höfum við því tekið saman smá tölfræði um mörkin, gulu og rauðu spjöldin og ýmislegt fleira úr 2 deild.

Alls voru skoruð 331 mark á leiktíðinni sem gerir 3.67 mörk í leik.

KS skoruðu flest þeirra eða 53 talsins sem gerir 2,94 mörk í leik og af þar gerði Ragnar Hauksson 1 mark að meðaltali í leik en hann skoraði 17 mörk í 17 leikjum.

Víðir voru með fæst mörk skoruð en þeir náðu aðeins að setja 21 mark í 18 leikjum sem gerir 1,16 mörk í leik.

Flest mörkin voru skoruð á 24, 85, 87, 88 mínútu eða 8 mörk á hverri mínútu.

Ekkert mark var skorað á 6, 7, 21, 76 mínútu.

6 mörk voru skoruð á "markamínútunni" 43.

37 mörk voru skoruð úr vítum

Dalvík og Leiknir voru með flest mörk skoruð úr vítum eða 7 talsins




Alls voru 353 gul spjöld gefin sem gerir 3.92 spjöld í leik

Flest gul spjöld komu á 87. mínútu eða 14 stykki.

Víðismenn fengu flest gul spjöld eða 53 gult spjald sem gerir 2,94 spjöld í leik.

KS fengu fæst gul spjöld eða aðeins 20 sem gerir 1,11 spjöld í leik.

Spjaldakóngur gulu spjaldanna var Ingvi Hrafn Ingvason úr Leiftri/Dalvík með 8 gul spjöld.




27 rauð spjöld gefin sem gerir 0,3 rautt spjald í leik

Aðeins voru gefin 2 rauð spjöld í fyrri hálfleik en þau komu á 22. og 42. mín.

Afturelding voru með flest rauð spjöld eða 4

Selfoss voru með fæst eða aðeins 1

Spjaldakóngur rauðu spjaldanna kom einnig úr Leiftri/Dalvík en það var Guðmundur Kristinn Kristinsson, hann nældi sér í 2 rauð spjöld.




KS voru með besta heimavöllinn en þeir fengu 25 stig af 27 mögulegum þ.a.s. 8 sigrar og eitt jafntefli. Sem sagt ósigraðir á heimavelli.

Leiknir komu þar strax á eftir með 24 stig.

ÍR og KFS voru með versta heimavöllinn en þeir náðu aðeins 8 stigum úr viðureignum sínum á eigin velli.

Víkingur Ó. voru bestir þegar spilað var á útivelli en þeir náðu 17 stigum úr leikjum á útivelli.

KFS langverstir með aðeins 1 stig á útivelli.




Að lokum birtum við lista yfir 20 markahæstu leikmenn 2. deildar.

Mörk Víti Leikir

1. Ragnar Haukur Hauksson KS 17 2 17
2. Þórður Birgisson KS 13 0 15
3. Arilíus Marteinsson Selfoss 13 0 18
4. Jakob Spangsberg Jensen Leiknir R. 11 0 18
5. Hermann Geir Þórsson Víkingur Ó. 10 0 17
6. Jón Örvar Eiríksson Dalvík 9 2 17
7. Bjarki Már Flosason KS 9 1 18
8. Guðmundur Kristinn Kristinsson Dalvík 8 5 15
9. Kristmar Geir Björnsson Tindastóll 8 0 16
10. Brynjólfur Bjarnason Afturelding 8 1 18
11. Þorvaldur Már J. Guðmundsson Víkingur R. 7 0 8
12. Elías Ingi Árnason Tindastóll 7 0 16
13. Rafn Markús Vilbergsson Víðir 7 3 17
14. Einar Örn Einarsson Leiknir R. 7 0 18
15. Þorleifur Kristinn Árnason Dalvík 6 0 12
16. Magnús Már Þorvarðarson Leiknir R. 6 4 13
17. Arnar Þór Valsson ÍR 6 2 17
18. Agnar Þór Sveinsson KS 6 0 17
19. Predrag Milosavljevic Víkingur Ó. 6 0 18
20. Ingþór Jóhann Guðmundsson Selfoss 5 0 15



Leiðrétting: Rangt er það sem kom fram í frétt á síðunni í gær að Steinarr Guðmundsson hafi farið í Leikni vegna þess að ÍR taldi sig ekki hafa not fyrir hann. Steinarr ákvað sjálfur að skipta í Leikni án þess að ræða það við nokkurn innan ÍR. Engin skilaboð komu frá þjálfurum meistaraflokks að þeir teldu sig ekki hafa not fyrir Steinarr.

Athugasemdir
banner
banner
banner