Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 14. maí 2017 08:30
Elvar Geir Magnússon
Nær Rúnar Páll loks að leggja Blika sem þjálfari Stjörnunnar?
Blikagrýla herjar á Stjörnumenn.
Blikagrýla herjar á Stjörnumenn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það verður áhugaverður leikur í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik mætir Stjörnunni í Pepsi-deild karla. Það hefur gustað vel í Kópavoginum en Blikar eru stigalausir eftir tvo fyrstu leikina.

Stjörnumenn eru með fjögur stig og vonast til að ná loksins að leggja Blikana.

Rúnar Páll Sigmundsson hefur enn ekki náð að fagna sigri gegn Breiðabliki sem þjálfari Stjörnunnar í sex tilraunum í Pepsi-deildinni. Stjarnan tapaði báðum viðureignunum í fyrra, Blikar unnu 2-1 í Kópavoginum og 3-1 í Garðabæ.

Breiðablik vann einnig báðar viðureignir liðanna 2015 en 2014, árið sem Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn, enduðu báðir leikirnir með jafntefli.

Síðast þegar Stjarnan vann Breiðablik var 2013 undir stjórn Loga Ólafssonar.

Þess má geta að Breiðablik og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í Lengjubikarnum í febrúar. Vonandi verður það ekki niðurstaðan í kvöld.

Rúnar Páll hefur hinsvegar lagt Blika sem þjálfari HK. Það gerði hann árið 2008 á Kópavogsvelli. HK vann leikinn 2-1.

sunnudagur 14. maí
17:00 KR-ÍA (Alvogenvöllurinn)
17:00 ÍBV-Víkingur R. (Hásteinsvöllur)
18:00 Grindavík-Víkingur Ó. (Grindavíkurvöllur)
18:00 KA-Fjölnir (Akureyrarvöllur)
20:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. maí
20:00 Valur-FH (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner