Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 08:58
Elvar Geir Magnússon
Halla fékk sér morgunmat með landsliðinu daginn eftir tapið vonda
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: KSÍ
Evrópumót kvenna fór af stað með vonbrigðatapi Íslands gegn Finnlandi í Thun í gær. Frammistaða íslenska liðsins var ekki góð og úrslitin setja liðið í erfiða stöðu.

En það er lítill tími til að sleikja sárin því að á sunnudag er komið að leik gegn heimakonum í Sviss.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti ásamt föruneyti á hótel landsliðsins í morgun og snæddi morgunmat til liðinu. Hún sá einnig um að afhenda þremur leikmönnum viðurkenningar fyrir að hafa leikið 50 landsleiki.

„Það er ótrúlega skemmtilegt (að vera mætt til Sviss) og ég hef óbilandi trú á liðinu. Stemningin og veðrið eru þannig að allt mun leika í lyndi, ég hef trú á því," sagði Halla við Fótbolta.net fyrir leikinn í gær.

Framundan er æfing hjá íslenska landsliðinu og mun Guðmundur Aðalsteinn, fréttamaður Fótbolta.net, skila inn efni frá æfingunni síðar í dag.



Athugasemdir
banner