Chelsea hefur átt í viðræðum við Borussia Dortmund um franska miðvörðinn Soumaila Coulibaly. Sky Sports segir frá þessum tíðindum í dag.
Enska félagið hefur þegar náð samkomulagi við enska vængmanninn Jamie Gittens, sem er einnig á mála hjá Dortmund, en hann verður væntanlega kynntur á næstu dögum og ætlar Chelsea að fá annan leikmann frá þýska félaginu.
Hann er 21 árs gamall miðvörður sem eyddi síðasta tímabili á láni hjá Brest í Frakklandi.
Chelsea er að vonast til þess að ganga frá viðræðum sem allra fyrst og mun síðan lána hann til Strasbourg, sem er einnig í eigu BlueCo, út leiktíðina.
Frakkinn var á mála hjá Paris Saint-Germain á yngri árum og á þá fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Frakklands.
Athugasemdir