
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, æfði ekki með landsliðinu í Sviss í dag.
Hún fór veik af velli þegar Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM.
Hún fór veik af velli þegar Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM.
„Ég er búin að vera með magakveisu síðan eftir leikinn á móti Serbíu. Ég hélt ég væri orðin góð en ég var það ekki. Ég var bara með niðurgang," sagði Glódís hreinskilin eftir leikinn í gær.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var til viðtals fyrir æfingu landsliðsins í dag og var þar spurður út í stöðuna á landsliðsfyrirliðanum. Sagði hann að Glódís væri upp á hóteli og hefði ekki ferðast með liðinu á æfinguna.
„Hún er bara inn á hóteli og er að fara í einhverjar skoðanir. Við sjáum til hvað kemur út úr því. Vonandi tekur þetta fljótt af," sagði Steini.
Það var erfitt að missa fyrirliðann út af í hálfleik í gær.
„Já, auðvitað var það klárlega erfitt. Ég held að það hafi allir séð það að Glódís fer ekki út af fyrr en hún er búin að reyna allt. Hún var ekki hún sjálf inn á vellinum. Þetta var rosalega erfitt fyrir hana að rembast þessar 45 mínútur við að komast í gegnum þetta. Það sáu allir sem fylgdust með leiknum. Auðvitað er það vont að missa einn af okkar allra bestu leikmönnum," sagði landsliðsþjálfarinn jafnframt.
Æfingin í dag var heldur róleg og tóku leikmenn sem spiluðu mest í leiknum í gær ekki mikinn þátt.
Athugasemdir