Heimild: Helsingin Salomat

Katriina Kosola, hetja Finnlands í 1-0 sigrinum á Íslandi í opnunarleik Evrópumótsins í gær hrósaði Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og íslenska liðinu í viðtali við Helsingin Salomat í gær.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Finnland
Kosola skoraði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma með öflugu skoti úr teignum sem Cecilía varði í netið.
Hún hafði verið að hóta íslenska markinu í leiknum en Cecilía hafði verið með allt í teskeið og varið öll skot sem komu í áttina að henni.
Kosola sagði í viðtali eftir leikinn að hún hefði ákveðið fyrir leikinn að skora.
„Já, ég var búin að ákveða að skora mark. Ég hafði ekki skorað í mjög langan tíma og klikkaði á nokkrum færum í fyrri hálfleik, sem var svolítið svekkjandi, en ég ákvað að halda áfram að reyna og sem betur fer tókst það,“ sagði Kosola.
Einnig var hún spurð út í Cecilíu, sem er um það bil 188 sentimetri á hæð og hvort langir handleggir hennar hafi ekki spilað stórt hlutverk.
„Hæðin og lengdin spilar auðvitað rullu. Hún er mjög löng og fannst hún vera að eiga mjög góðan leik, en ef maður nógu mikið þá gæti maður fundið leið að markinu.“
Það fór aðeins um finnska liðið í leiknum. Ísland fékk alveg færin til að skora, en finnska vörnin hélt mjög vel, kom sér fyrir öll skot og uppskar að lokum frábæran sigur.
„Íslendingarnir voru mjög hættulegir og sérstaklega í sérstökum stöðum eins og í löngum innköstum. Hins vegar er ég mjög stolt af öllu liðinu og hvernig við börðumst í teignum og komum okkur fyrir skotin.“
„Núna munum við njóta sigursins. Við ætlum að skemmta okkur vel í rútunni. Það er líka karaoke-tæki hérna þannig við ætlum að spila klassísk finnsk lög. Þannig ég giska á að það verði nokkur góð sett í kvöld (gær),“ sagði hún í lokin.
Athugasemdir