Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   sun 02. september 2018 17:20
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um framtíðina: Hef tekið ákvörðun en vil ekki tala um hana
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleiknum en öflugir í þeim síðari.," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir jafnteflið í Kópavoginum í dag.

Grindvíkingar sigla lygnan sjó um miðja deild.

„Við vorum litlir í okkur í fyrri hálfleik og smeykir, við þurftum að stuða mannskapinn og gerðum tvöfalda breytingu í hálfleik og færðum liðið framar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Grindavík

Óli Stefán var nálægt því að hætta hjá Grindavík eftir síðasta tímabil og spurði Fótbolti.net hann að því hvert framhaldið yrði eftir þetta tímabil.

„Ég ætla að segja sem minnst um það. Ég ætla bara að einbeita mér að því að klára tímabilið. Þetta er mjög krefjandi starf og mikil vinna sem ég er alveg til. Allur minn fókus fer í að klára þetta tímabil."

Er hann ekki búinn að taka ákvörðun eða vill hann ekki tjá sig um hana núna?

„Ég er búinn að taka ákvörðun en vil ekkert tala um hana."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner