Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   sun 02. september 2018 17:20
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um framtíðina: Hef tekið ákvörðun en vil ekki tala um hana
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleiknum en öflugir í þeim síðari.," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir jafnteflið í Kópavoginum í dag.

Grindvíkingar sigla lygnan sjó um miðja deild.

„Við vorum litlir í okkur í fyrri hálfleik og smeykir, við þurftum að stuða mannskapinn og gerðum tvöfalda breytingu í hálfleik og færðum liðið framar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Grindavík

Óli Stefán var nálægt því að hætta hjá Grindavík eftir síðasta tímabil og spurði Fótbolti.net hann að því hvert framhaldið yrði eftir þetta tímabil.

„Ég ætla að segja sem minnst um það. Ég ætla bara að einbeita mér að því að klára tímabilið. Þetta er mjög krefjandi starf og mikil vinna sem ég er alveg til. Allur minn fókus fer í að klára þetta tímabil."

Er hann ekki búinn að taka ákvörðun eða vill hann ekki tjá sig um hana núna?

„Ég er búinn að taka ákvörðun en vil ekkert tala um hana."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner