Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. október 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars: Ekki mörg lið betri ef þetta heldur svona áfram
Á miklu skriði með Noreg - Ósigraður á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er að gera frábæra hluti með norska landsliðið.

Lars er hetja í augum Íslendinga eftir að hafa komið landsliðinu, sem var á mjög vondum stað þegar hann tók við, í fyrsta sinn á stórmót. Hann byggði grunninn, ásamt Heimi Hallgrímssyni, að því ævintýri sem hefur verið hjá landsliðinu síðustu árin.

Nú er Lars að gera svipaða hluti með Noreg, sem var í vondum málum þegar hann tók við.

Noregur vann Búlgaríu 1-0 á heimavelli í kvöld og er á toppi síns riðils í Þjóðadeildinni. Lagerback tók við Noregi í febrúar á síðasta ári en síðan þá hefur liðið ekki tapað heimaleik. Það byrjaði þó ekki alltof vel fyrir Lars og tapaði liðið meðal annars stórt gegn Þýskalandi, og var niðurstaðan tap gegn þjóðum eins og Norður-Írlandi og Slóvakíu.

En á þessu ári hefur árangurinn verið magnaður. Liðið hefur unnið átta af níu leikjum sínum og er núna á toppi riðils síns í Þjóðadeildinni.

Lars er að reisa Noreg aftur upp en eftir sigurinn á Búlgaríu í kvöld sagði hann:

„Það er erfitt að gera betur en við gerðum í kvöld. Ef við höldum svona áfram eru ekki margar þjóðir sem eru betri en við."

Það verður klárlega spennandi að fylgjast með því hvað Lars mun gera með þetta norska lið.
Athugasemdir
banner
banner