Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 24. apríl 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Þröstur Jónasson (Dalvík/Reynir)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Getur verið óþolandi og það skiptir í raun engu máli hvort það sé sem mótherji eða samherji
Getur verið óþolandi og það skiptir í raun engu máli hvort það sé sem mótherji eða samherji
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn heim til Dallas?
Sveinn heim til Dallas?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þarf ekkert fleiri á þessa eyju
Þarf ekkert fleiri á þessa eyju
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Áki Sölva og Rúnar Helgi í The Block.
Áki Sölva og Rúnar Helgi í The Block.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kemur reglulega á óvart hversu oft hann nær að toppa sig í almennum leiðindum.
Kemur reglulega á óvart hversu oft hann nær að toppa sig í almennum leiðindum.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Fallegastur á laugardagskvöldum.
Fallegastur á laugardagskvöldum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 12. sætinu í sumar.

Þröstur er fyrirliði Dalvíkur/Reynis sem endaði í efsta sæti 2. deildar í fyrra. Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið allan sinn feril ef frá er talinn fyrri hluti ársins 2021 þegar Þröstur söðlaði um og lék með Grindavík. Hann á að baki 195 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 30 mörk. Hann var á bekknum í liði ársins í 2. deild fyrra og árið 2022 var hann besti leikmaður 3. deildar.

Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Þröstur Mikael Jónasson

Gælunafn: Þrös

Aldur: 24

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti alvöru leikurinn kom 2014 og í minni fyrstu snertingu kom einmitt mitt fyrsta mark

Uppáhalds drykkur: Hvítur monster

Uppáhalds matsölustaður: Tomman á Dalvík er besti pizzastaður landsins

Hvernig bíl áttu: mazda 2

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já hlutabréf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad, var samt nýlega plataður í desperate housewives sem eru alveg merkilega góðir þættir

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West

Uppáhalds hlaðvarp: Steve dagskrá

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok er allavegana mesti tímaþjófurinn

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: globle-game.com alveg magnaður leikur til þess að byrja daginn á

Fyndnasti Íslendingurinn: Villi í steve dagskrá og Garðar Már fyrrum leikmaður og liðsstjóri keppast um þennan titil

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það er einhver ómerkilegur kóði, 575354 fyrir þá sem hafa áhuga

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KF

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jónas Breki Svavarsson, joga bonito leikmaður úr Grafarvoginum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dragan, svo eru og verða Jói og Peddi teymið alltaf gott combó

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Freyr Jónsson getur verið óþolandi og það skiptir í raun engu máli hvort það sé sem mótherji eða samherji

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Það eru bræður mínir og prime Fabregas kannski líka

Sætasti sigurinn: Leikurinn þegar við tryggðum okkur upp í fyrra var helvíti sætur

Mestu vonbrigðin: Covid19

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Svein Margeir aftur heim, væri góð viðbót í breiddina

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Dagbjartur Búi

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarmi Fannar á laugardagskvöldum

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: margar fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Elvar Freyr by a mile

Uppáhalds staður á Íslandi: Skógarböðin eru rosaleg

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Jólapílan er alltaf skemmtileg

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Handmennt

Vandræðalegasta augnablik: Sennilega þegar ég kynnti mig illa brattur á ensku fyrir nýja erlenda leikmanninum okkar sem hét svo bara Matti og var úr Hlíðunum.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Aron Máni er alt mulig mand og svo er hann alltaf með sólarvörn líka þannig ég þarf ekkert fleiri á þessa eyju

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Rúnar Helgi og Áki Sölvason gætu myndað flott teymi í the block

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vann Seria A með Brescia í football manager um daginn án þess að svindla

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jóhann Örn kemur mér reglulega á óvart með hversu oft hann nær að toppa sig í almennum leiðindum

Hverju laugstu síðast: Ekki hugmynd

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: allt sem er boltalaust

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja hundinn Win hvernig hann sér fyrir sér lokasprettin á þessu tímabili hjá okkar mönnum í Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner