Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. nóvember 2018 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jafntefli gegn Katar - 13 leikir í röð án sigurs
Síðasti leikur ársins fór fram í Eupen í Belgíu
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katarar skora.
Katarar skora.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katar 2 - 2 Ísland
1-0 Hasan Al Haydos ('3)
1-1 Ari Freyr Skúlason ('29)
1-2 Kolbeinn Sigþórsson ('56, víti)
2-2 Boualem Khoukhi ('68)
Lestu nánar um leikinn

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Katar í vináttulandsleik sem fram fór í Eupen í Belgíu í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Ísland því Katar komst yfir eftir aðeins þrjár mínútur þegar Hasan Al Haydos, fyrirliði þeirra, kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu sem átti líklega að vera fyrirgjöf. Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Íslands í kvöld, en leikmaður Katar skyggði á útsýni markvarðar okkar.

Á 29. mínútu jafnaði Ísland metin. Boltinn hafnaði í netinu eftir aukaspyrnu Ara Freys Skúlasonar.

Ari virtist vera að skora sitt fyrsta landsliðsmark en við nánari athugun sést að boltinn fer í markvörð Katar og inn. Boltinn var ekki á leiðinni inn áður en hann hafði viðkomu í markverði Katar.

Það er þess vegna ólíklegt að markið verði skráð á Ara en það á eftir að koma betur í ljós. Vonandi fær Ari markið.

Kolbeinn með sitt fyrsta mark í yfir tvö ár
Eftir rúmar tíu mínútur í síðari hálfleiknum skoraði Kolbeinn Sigþórsson og kom Íslandi yfir. Vítaspyrnan var dæmd eftir að boltinn fór í hendi varnarmanns Katar. Kolbeinn steig á punktinn og var mjög öruggur.

Það er mikið gleðiefni að sjá Kolbein skora aftur fyrir íslenska landsliðið en þetta var hans fyrsta landsliðsmark síðan gegn Frakklandi á Evrópumótinu 2016, hans fyrsta landsliðsmark í meira tvö ár.

Kolbeinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðustu ár en þetta er jafnframt fyrsti landsleikurinn sem hann byrjar síðan gegn Frakklandi á Evrópumótinu.

Þetta er hans 23. landsliðsmark í 48 landsleikjum. Hann vantar þrjú mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Nú þarf Kolbeinn að stefna að því að komast í annað lið í janúar þar sem hann er í kuldanum hjá Nantes í Frakklandi.

Átti Rúnar Alex að gera betur?
Katar jafnaði metin í 2-2 á 68. mínútu og var það Boualem Khoukhi sem skoraði með langskoti.

Skotið fór yfir Rúnar Alex í markinu en það er hægt að setja spurningamerki við hann í markinu.


Það voru ekki fleiri mörk skoruð og lokatölur því 2-2.

Hvað þýða þessi úrslit?
Ísland endar árið 2018 með tvo sigra en það er varla hægt að telja þá enda ekki á alþjóðlegum leikdögum og hægt að tala um nokkurs konar B-landsleiki.

Ísland hefur núna farið í gegnum 13 leiki án þess að vinna og bíður Erik Hamren enn eftir fyrsta sigrinum.

Árið 2018 var þó ekki alslæmt þar sem Ísland spilaði í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti. Það er magnað afrek sem má ekki gleymast.
Athugasemdir
banner
banner
banner