Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   sun 02. desember 2018 16:08
Arnar Helgi Magnússon
England: Arsenal hafði betur í einum fjörugasta leik ársins
Arsenal 4 - 2 Tottenham
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('10 , víti)
1-1 Eric Dier ('30 )
1-2 Harry Kane ('34 , víti)
2-2 Pierre Emerick Aubameyang ('56 )
3-2 Alexandre Lacazette ('75 )
4-2 Lucas Torreira ('77 )
Rautt spjald:Jan Vertonghen, Tottenham ('85)

Einum allra besta leik tímabilsins, ef ekki þeim besta lauk nú rétt í þessu á Emirates vellinum í London. Sex mörk, tvö víti og rautt spjald.

Um var að ræða nágrannaslag Arsenal og Tottenham og áhorfendur og stuðningsmenn fengu allt fyrir peninginn.

Veislan hófst strax á 10. mínútu þegar Jan Vertonghen handlék boltann inn í teig eftir hornspyrnu frá Granit Xhaka. Mike Dean benti á punktinn, þangað fór Pierre-Emerick Aubameyang og skoraði örugglega fram hjá Hugo Lloris.

Tottenham minnkaði muninn tuttugu mínútum síðar en þá var á ferðinni Eric Dier eftir sendingu frá Christian Eriksen. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum og stjórar liðsins þurftu að stía leikmenn í sundur.

Tottenham fékk vítaspyrnu á 34. mínútu þegar Rob Holding átti að hafa tekið Son niður innan vítateigs. Ef endursýningar eru skoðaðar má setja spurningarmerki við það hvort að þessi dómur hafi verið réttur. Staðan 1-2 í hálfleik og veislan rétt að byrja.

Aubameyang var aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en hann jafnaði metin eftir frábæran undirbúning Aroon Ramsey.

Alexandre Lacazette kom inná sem varamaður í hálfleik og hann kom Arsenal yfir með skoti fyrir utan teig sem hann tók í litlu jafnvægi og ekkert sem benti til þess að boltinn myndi enda í netinu.

Lucas Torreira kórónaði frábæran leik sinn með því að innsigla 4-2 sigur Arsenal á 77. mínútu með frábæru marki en arkítektinn af því var Aubameyang. Jan Vertonghen fékk sitt síðara gula spjald á 85. mínútu og þar með rautt.

Lokatölur 4-2, Arsenal í vil sem jafnar Tottenham að stigum í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner