Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 31. janúar 2019 21:33
Arnar Helgi Magnússon
Helgi Sig um Albert: Meiri líkur en minni að hann fari
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn eru komnir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir öruggan sigur á Fjölni í undanúrslitunum í kvöld.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum sáttur við úrslitin í leikslok.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Fylkir

„Þegar maður fer í leiki þá vill maður vinna þá, annars getur maður sleppt þessu. Þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur í dag og við unnum þetta sanngjarnt."

„Við erum búnir að vera á nokkuð góðu róli en auðvitað er bara ennþá janúar þó svo að febrúar mæti á morgun. Við erum bara sáttir við þetta eins og þetta er."

„Menn eru að leggja sig fram og reyna að fá eins mikið út úr leikjum og hægt er. Það geislar af mönnum gleði og sjálfstraust inni á vellinum og þegar við náum því fram þá erum við öflugir."

Albert Brynjar Ingason var ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld og staðfesti Helgi í viðtalinu að hann væri mögulega á förum.

„Það er möguleiki á því. Við þurfum að sjá hvað setur en næstu dagar munu skera úr um það. Eins og staðan er núna er meiri möguleiki á því að hann fari en ekki. "

Helgi Sigurðsson segir að Fylkir ætli að fá 2-3 leikmenn til viðbótar fyrir tímabilið.

„Það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur leikmönnum. Hvenær þeir koma verður að koma í ljós. Við viljum fá réttu mennina inn sem að styrkja okkur"

„Við erum að leita að styrkingu framarlega á vellinum en við þurfum að sjá hvernig næstu vikur þróast. Það er gaman að sjá þessa ungu stráka sem hafa verið að koma inn og sýna okkur það að þeir séu tilbúnir. Það er alltaf slæmt að missa menn en það eru kannski tækifæri í því líka."

KR og Valur eigast nú við í hinum undanúrslitaleiknum en úrslitaleikurinn verður á mánudagskvöld.

Viðtalið við Helga má sjá í held sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner