Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 28. apríl 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 6. sæti
Kára er spáð sjötta sæti.
Kára er spáð sjötta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lúðvík Gunnarsson.
Lúðvík Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Júlíusson.
Andri Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ragnar Leósson.
Ragnar Leósson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Kári, 62 stig
7. Dalvík/Reynir, 60 stig
8. Víðir, 58 stig
9. KFG, 43 stig
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

6. Kári
Kári af Akranesi komst upp í 2. deild fyrir síðasta tímabil og hafnaði að lokum í fimmta sæti deildarinnar. Ef spáin rætist mun liðið ná svipuðum árangri á þessari leiktíð.

Þjálfarinn: Lúðvík Gunnarsson hefur þjálfað Kára undanfarin ár með mjög góðum árangri. Lúðvík hefur á þjálfaraferli sínum einnig þjálfað meistaraflokk kvenna hjá ÍA og yngri flokka á Akranesi. Í desember síðastliðnum var hann ráðinn yfirmaður hæfileikamótunar N1 og KSÍ. Efnilegur þjálfari þarna á ferðinni. Með Lúðvíki þjálfar Skarphéðinn Magnússon lið Kára. Skarphéðinn er fyrrum leikmaður Kára, en hann lék líka með Aftureldingu, Dalvík/Reyni og Fjarðabyggð á sínum ferli. Hann á einnig að baki leiki með ÍA í Lengjubikarnum.

Styrkleikar: Lið Kára samanstendur af Skagamönnum, flestum ungum og efnilegum en líka eldri leikmönnum. Það er Skagahjarta í þessu liði og menn eru tilbúnir að berjast. Kári var eitt af þeim liðum sem skoraði hvað flest mörk í fyrra. Í liðinu eru nokkrir leikmenn með reynslu úr efstu eða næst efstu deild. Það skemmir að minnsta kosti ekki fyrir.

Veikleikar: Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá síðustu leiktíð og það getur tekið einhvern tíma fyrir liðið að spila sig saman. Liðið hefur misst nokkra sterka pósta frá því í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvernig skarð þeirra verður fyllt. Varnarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska í fyrra og það er eitthvað sem verður að laga upp á Skaga.

Lykilmenn: Andri Júlíusson, Birgir Steinn Ellingsen og Ragnar Leósson.

Gaman að fylgjast með: Andra Júlíussyni. Er einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins, en virðist ef eitthvað er vera á hátindi ferilsins. Skoraði 14 mörk í 18 leikjum í fyrra og var valinn í lið ársins.

Lúðvík Gunnarsson, þjálfari Kára:
„Nei þetta kemur svo sem ekkert á óvart. Það eru miklar breytingar á liðinu á milli ára og það tekur tíma að stilla saman strengi. Við missum reynslumikla leikmenn og erum með yngri hóp en í fyrra. Við vitum líka að lið eins og Vestri, Selfoss og ÍR eru öflug og verða lílega að berjast um efstu sætin. Þá hafa lið eins og Víðir og Dalvík/Reynir að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu. Markmiðið okkar er halda áfram að búa til öfluga leikmenn og fara í alla leiki til að vinna. Við erum að byggja uppá heimamönnum og erum duglegir að gefa ungum leikmönnum tækifæri til að spila og fá reynslu. Þá leggjum við mikla áherslu á að spila skemmtilegan fótbolta. Við höfum verið að taka skref uppávið á undanförnum árum og við viljum halda því áfram. Nei, það er ekki von á fleiri leikmönnum ekki eins og staðan er núna."

Komnir:
Aron Ingi Kristinsson frá ÍR
Aron Ýmir Pétursson frá ÍA
Arnleifur Hjörleifsson frá Skallagrím
Ásgrímur Óskar Jóhannesson frá Skallagrím
Benjamín Mehic frá ÍA (á láni)
Birgir Steinn Ellingsen frá ÍA (á láni)
Brynjar Snær Pálsson frá ÍA (á láni)
Gísli Laxdal Unnarsson frá ÍA
Hilmar Halldórsson frá ÍA (á láni)
Ólafur Karel Eiríksson frá ÍA (á láni)
Ragnar Leósson frá ÍA
Teitur Pétursson frá ÍR

Farnir:
Alexander Már Þorláksson í KF
Alexander Örn Kárason hættur
Arnar Freyr Sigurðsson í Skallagrím
Hákon Ingi Einarsson í Vestra
Matthías Haukstein Ólafsson hættur
Óliver Darri Bergmann Jónsson hættur
Páll Sindri Einarsson í Vestri
Sigurjón Guðmundsson hættur
Ragnar Már Lárusson í Aftureldingu
Ragnar Þór Gunnarsson hættur
Þór Llorens Þórðarson í Selfoss

Fyrstu leikir Kára:
4. maí gegn Völsungi (heima)
10. maí gegn Þrótti V. (úti)
18. maí gegn Vestra (úti)
Athugasemdir
banner
banner
banner