Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. maí 2019 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Áttum skilið að sigra
Mynd: Getty Images
Unai Emery var svekktur eftir 1-1 jafntefli Arsenal gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum en Emery var ósáttur með færanýtingu sinna manna í viðtali að leikslokum.

Arsenal missti af fjórða sæti úrvalsdeildarinnar útaf jafnteflinu og mun því leggja alla sína krafta í Evrópudeildina. Eina leiðin fyrir félagið til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili er að vinna Evrópudeildina.

„Við áttum skilið að sigra þennan leik. Við fengum ótrúlega mörg færi en gátum ekki skorað. Þeir eru sterkir varnarlega og sýndu það hér," sagði Emery við Sky Sports.

„Við misstum af okkar tækifæri þannig nú setjum við allt púður í Evrópudeildina. Við getum enn unnið mikilvægan titil."

Arsenal heimsækir Valencia á fimmtudaginn eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-1 á Emirates. Seinni leikurinn verður ekki auðveldur en Valencia vann Huesca 2-6 í spænska boltanum fyrr í dag.
Athugasemdir
banner