Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 17. maí 2019 22:24
Atli Arason
Adam Árni: Ég hafði ekki hugmynd að það væri svona langt síðan
Fyrsta þrenna hjá leikmanni karlaliðs Keflavíkur í 6 ár
Adam Árni Róbertsson
Adam Árni Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Adam Árni skoraði þrjú mörk fyrir Keflvíkinga gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  0 Afturelding

Undir lok leiks nefndi vallarþulur á Nettó vellinum Adam Árna sem mann leiksins og bætti við að þetta væri fyrsta þrenna hjá leikmanni karlaliðs Keflavíkur í 6 ár en þá var Adam aðeins 14 ára gamall. Adam Árni var, eins og gefur að skilja kampakátur í lok leiks.

„Tilfinningin er ógeðslega góð. Ég er mjög ánægður. Það er bara geggjað að geta skorað og skora þrennu á heimavellinum. Ég hafði ekki hugmynd að það væri svona langt síðan. Ég er mjög ánægður."

Keflvíkingar eru með ungt lið og fara ekki leynt með markmið sitt að fara aftur beint upp í efstu deild eftir að hafa vermt botnsætið í deildinni á síðasta tímabili. Adam hefur trölla trú á sínu liði.

„Að sjálfsögðu viljum við fara upp og vinna sem flesta leiki. Fyrst og fremst er mikilvægt að fá leikreynslu, við erum með marga unga leikmenn og við viljum að allir fái að spila sem mest og spila vel. Við verðum að vera klárir í að fara upp og þá förum við upp því við erum nógu góðir." Sagði Adam í viðtali eftir leik. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir