Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 17. maí 2019 22:24
Atli Arason
Adam Árni: Ég hafði ekki hugmynd að það væri svona langt síðan
Fyrsta þrenna hjá leikmanni karlaliðs Keflavíkur í 6 ár
Adam Árni Róbertsson
Adam Árni Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Adam Árni skoraði þrjú mörk fyrir Keflvíkinga gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  0 Afturelding

Undir lok leiks nefndi vallarþulur á Nettó vellinum Adam Árna sem mann leiksins og bætti við að þetta væri fyrsta þrenna hjá leikmanni karlaliðs Keflavíkur í 6 ár en þá var Adam aðeins 14 ára gamall. Adam Árni var, eins og gefur að skilja kampakátur í lok leiks.

„Tilfinningin er ógeðslega góð. Ég er mjög ánægður. Það er bara geggjað að geta skorað og skora þrennu á heimavellinum. Ég hafði ekki hugmynd að það væri svona langt síðan. Ég er mjög ánægður."

Keflvíkingar eru með ungt lið og fara ekki leynt með markmið sitt að fara aftur beint upp í efstu deild eftir að hafa vermt botnsætið í deildinni á síðasta tímabili. Adam hefur trölla trú á sínu liði.

„Að sjálfsögðu viljum við fara upp og vinna sem flesta leiki. Fyrst og fremst er mikilvægt að fá leikreynslu, við erum með marga unga leikmenn og við viljum að allir fái að spila sem mest og spila vel. Við verðum að vera klárir í að fara upp og þá förum við upp því við erum nógu góðir." Sagði Adam í viðtali eftir leik. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner