Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   mið 14. ágúst 2019 11:43
Magnús Már Einarsson
Balotelli að semja við nýliða í Serie A
Mario Balotelli er nálægt því að ganga frá samningi við nýliða Brescia í Serie A.

Balotelli hefur gefið Massimo Cellino, eiganda Brescia, munnlegt loforð um að hann geri þriggja ára samning við félagið.

Hinn 29 ára gamli Balotelli er félagslaus eftir að samningur hans hjá Marseille rann út.

Brasilíska félagið Flamengo hefur verið á eftir Balotelli en nú er útlit fyrir að hann spili í Serie A í vetur.

Balotelli á hús einungis 200 metra frá heimavelli Brescia og hann getur því labbað í heimaleiki liðsins.
Athugasemdir
banner
banner