fim 15. ágúst 2019 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Kórdrengir gerðu jafntefli á Álftanesi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Jón Örvar Arason
Kórdrengir eru áfram á toppi 3. deildar eftir jafntefli við Álftanes fyrr í kvöld.

Liðin mættust á Álftanesi og gátu Kórdrengir aukið forystu sína í sex stig með sigri.

Það hafðist þó ekki og voru það heimamenn sem komust yfir með marki frá Björgvini Júlíusi Ásgeirssyni í fyrri hálfleik.

Unnar Már Unnarsson jafnaði fyrir Kórdrengina þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Kórdrengir eru því með 42 stig eftir 18 umferðir á meðan Álftanes er í neðri hlutanum, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Álftanes 1 - 1 Kórdrengir
1-0 Björgvin Júlíus Ásgeirsson ('21)
1-1 Unnar Már Unnarsson ('70)

Reynir Sandgerði fékk þá KH í heimsókn og lenti undir snemma leiks.

Jöfnunarmarkið kom þó skömmu síðar og var staðan 1-1 þar til í upphafi síðari hálfleiks.

Reynismenn komust þá yfir og innsigluðu sigurinn undir lok leiks, samkvæmt upplýsingum frá Úrslit.net.

Reynir er í fjórða sæti, níu stigum frá toppbaráttunni. KH er í harðri fallbaráttu og situr í fallsæti sem stendur.

Reynir S. 3 - 1 KH
0-1 ('12)
1-1 ('18)
2-1 ('50)
3-1 ('83)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner