þri 10. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Mikilvægur leikur gegn Albaníu
Icelandair
Mynd: Eyþór Árnason
Ísland heimsækir Albaníu í erfiðum og gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.

Strákarnir okkar þurfa eflaust sigur til að halda í við Tyrkland og Frakkland sem eiga talsvert auðveldari leiki framundan.

Ísland er ásamt Frakklandi og Tyrklandi á toppi H-riðils með tólf stig eftir fimm umferðir.

Ísland lagði Moldóvu að velli á sannfærandi hátt á laugardaginn og verða landsliðsmennirnir að vera upp á sitt besta aftur í dag.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fer fram á sama tíma og leikir Tyrkja og Frakka.

Enska landsliðið mætir þá Kosóvó í toppslag A-riðils og verður sýnt beint frá honum á Stöð 2 Sport. Svartfjallaland mætir Tékklandi í hinum leik kvöldsins.

Í B-riðli eru einnig tveir leikir á dagskrá. Lúxemborg mætir Serbíu og Litháen tekur á móti ríkjandi Evrópumeisturum Portúgal.

H-riðill:
18:45 Albanía-Ísland (RÚV - Elbasan Arena)
18:45 Moldóva-Tyrkland (Stadional Zimbru)
18:45 Frakkland-Andorra (Stade de France)

A-riðill:
18:45 Svartfjallaland - Tékkland
18:45 England - Kosóvó (Stöð 2 Sport)

B-riðill:
18:45 Lúxemborg - Serbía
18:45 Litháen - Portúgal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner