Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mið 11. september 2019 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Baldvin Borgars: Ef þú miðar upp í skýin þá nærðu kannski upp á þakið
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Mynd: Heimavöllurinn
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, var skiljanlega afar hress eftiir að liðið tryggði sæti sitt í 3. deild karla í kvöld.

Ægismenn tryggðu sæti sitt í þriðju deild en liðið vann Kormák/Hv0t 3-0 og samanlagt 4-1 í tveimur leikjum og er nú komið í úrslitaleik 4. deildarinnar.

„Menn þurfa að fagna þegar menn vinna og komast upp um deild. Ég er rennandi blautur," sagði Baldvin við Magnús Val Böðvarsson á Fótbolta.net.

„Við vorum frábærir í dag og ég er sáttur með strákana og við gerðum allt sem við lögðum upp með, spiluðum okkar leik og létum boltann ganga."

„Við erum með frábært lið og frábæra leikmenn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í sumarið og veturinn líka og erum með ákveðin grunn. Okkur finnst við vera með besta liðið í deildinni og ánægjulegt að tryggja okkur upp og sýna það. Við erum alla vega með eitt af tveimur bestu liðunum."

„Vonandi. Við eigum eftir að setjast niður og ræða hlutina fyrir næsta tímabil. Ég var sjálfur að semja aftur við Aftureldingu með yngri flokkana og sinna þessu jafnvel betur en ég er að gera núna."

„Eins og góður maður sagði við mig einu sinni að ef þú miðar upp í skýing þá nærðu kannski upp á þakið en ef þú miðar á þakið þá nærðu varla frá jörðinni," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner