Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mið 11. september 2019 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Baldvin Borgars: Ef þú miðar upp í skýin þá nærðu kannski upp á þakið
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Mynd: Heimavöllurinn
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, var skiljanlega afar hress eftiir að liðið tryggði sæti sitt í 3. deild karla í kvöld.

Ægismenn tryggðu sæti sitt í þriðju deild en liðið vann Kormák/Hv0t 3-0 og samanlagt 4-1 í tveimur leikjum og er nú komið í úrslitaleik 4. deildarinnar.

„Menn þurfa að fagna þegar menn vinna og komast upp um deild. Ég er rennandi blautur," sagði Baldvin við Magnús Val Böðvarsson á Fótbolta.net.

„Við vorum frábærir í dag og ég er sáttur með strákana og við gerðum allt sem við lögðum upp með, spiluðum okkar leik og létum boltann ganga."

„Við erum með frábært lið og frábæra leikmenn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í sumarið og veturinn líka og erum með ákveðin grunn. Okkur finnst við vera með besta liðið í deildinni og ánægjulegt að tryggja okkur upp og sýna það. Við erum alla vega með eitt af tveimur bestu liðunum."

„Vonandi. Við eigum eftir að setjast niður og ræða hlutina fyrir næsta tímabil. Ég var sjálfur að semja aftur við Aftureldingu með yngri flokkana og sinna þessu jafnvel betur en ég er að gera núna."

„Eins og góður maður sagði við mig einu sinni að ef þú miðar upp í skýing þá nærðu kannski upp á þakið en ef þú miðar á þakið þá nærðu varla frá jörðinni," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner