Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 11. september 2019 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Baldvin Borgars: Ef þú miðar upp í skýin þá nærðu kannski upp á þakið
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Mynd: Heimavöllurinn
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, var skiljanlega afar hress eftiir að liðið tryggði sæti sitt í 3. deild karla í kvöld.

Ægismenn tryggðu sæti sitt í þriðju deild en liðið vann Kormák/Hv0t 3-0 og samanlagt 4-1 í tveimur leikjum og er nú komið í úrslitaleik 4. deildarinnar.

„Menn þurfa að fagna þegar menn vinna og komast upp um deild. Ég er rennandi blautur," sagði Baldvin við Magnús Val Böðvarsson á Fótbolta.net.

„Við vorum frábærir í dag og ég er sáttur með strákana og við gerðum allt sem við lögðum upp með, spiluðum okkar leik og létum boltann ganga."

„Við erum með frábært lið og frábæra leikmenn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í sumarið og veturinn líka og erum með ákveðin grunn. Okkur finnst við vera með besta liðið í deildinni og ánægjulegt að tryggja okkur upp og sýna það. Við erum alla vega með eitt af tveimur bestu liðunum."

„Vonandi. Við eigum eftir að setjast niður og ræða hlutina fyrir næsta tímabil. Ég var sjálfur að semja aftur við Aftureldingu með yngri flokkana og sinna þessu jafnvel betur en ég er að gera núna."

„Eins og góður maður sagði við mig einu sinni að ef þú miðar upp í skýing þá nærðu kannski upp á þakið en ef þú miðar á þakið þá nærðu varla frá jörðinni," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner