Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   mið 11. september 2019 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Óskars: Sáum það allan tímann að við gætum farið upp
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Geggjuð tilfinning, geggjað að vera komnir upp ," sagði Pétur Óskarsson, fyrirliði Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

„Það kom smá stress í menn þegar þeir minnkuðu muninn en við vorum miklu betri í þessum leik og sýndum það, kláruðum leikinn 4-1."

Pétur átti góðan leik í framlínu leiksins ásamt Nikulási Inga Björnssyni og voru þeir bestu menn leiksins. Umræða myndaðist á meðan leik stóð af hverju Pétur væri ekki að spila í betri deild.

„Ég veit það ekki ég býð eftir símtali bara," sagði Pétur og hló.

„Ég fýla mig í Árbænum og á heima hérna, mjög næs að vera hér."

„Ég var í Huginn á Seyðisfirði í þrjú ár og á svo tímabil í Inkasso og 2. deildinni. Ég get alveg spilað á hærra plani en ég er farinn að eldast smá svo það er farið að verða svolítið seint."


Framundan er úrslitaleikur við Ægi en bæði lið eru komin upp í 3. deildina.

„Við höfum ekki tapað fyrir þeim og við stefnum á sigur í þeim leik."

Pétur var spurður að því í kjölfarið hvort og hvenær liðið hafi gert sér grein fyrir því að það gæti farið upp og væri eitt af betri liðum deildarinnar.

„Við höfum haft það á tilfinningunni allan tíman að við værum líklegir að fara upp. Við höfum verið betri í flestum leikjum sem við höfum spilað. Sáum það allan tímann að við værum eitt af betri liðunum í þessari deild,"

Pétur var að lokum spurður út í ummæli þjálfara Elliða, Jóns Aðalsteins Kristjánssonar, sem skaut á Pétur fyrir viðtalið að hann hefði ekki skorað í einvíginu.

„Ég skoraði, það var bara dæmt af," Pétur var svo spurður hvort hann hefði verið rangstæður: „Nei það held ég ekki," sagði Pétur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner