Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 11. september 2019 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Óskars: Sáum það allan tímann að við gætum farið upp
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Geggjuð tilfinning, geggjað að vera komnir upp ," sagði Pétur Óskarsson, fyrirliði Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

„Það kom smá stress í menn þegar þeir minnkuðu muninn en við vorum miklu betri í þessum leik og sýndum það, kláruðum leikinn 4-1."

Pétur átti góðan leik í framlínu leiksins ásamt Nikulási Inga Björnssyni og voru þeir bestu menn leiksins. Umræða myndaðist á meðan leik stóð af hverju Pétur væri ekki að spila í betri deild.

„Ég veit það ekki ég býð eftir símtali bara," sagði Pétur og hló.

„Ég fýla mig í Árbænum og á heima hérna, mjög næs að vera hér."

„Ég var í Huginn á Seyðisfirði í þrjú ár og á svo tímabil í Inkasso og 2. deildinni. Ég get alveg spilað á hærra plani en ég er farinn að eldast smá svo það er farið að verða svolítið seint."


Framundan er úrslitaleikur við Ægi en bæði lið eru komin upp í 3. deildina.

„Við höfum ekki tapað fyrir þeim og við stefnum á sigur í þeim leik."

Pétur var spurður að því í kjölfarið hvort og hvenær liðið hafi gert sér grein fyrir því að það gæti farið upp og væri eitt af betri liðum deildarinnar.

„Við höfum haft það á tilfinningunni allan tíman að við værum líklegir að fara upp. Við höfum verið betri í flestum leikjum sem við höfum spilað. Sáum það allan tímann að við værum eitt af betri liðunum í þessari deild,"

Pétur var að lokum spurður út í ummæli þjálfara Elliða, Jóns Aðalsteins Kristjánssonar, sem skaut á Pétur fyrir viðtalið að hann hefði ekki skorað í einvíginu.

„Ég skoraði, það var bara dæmt af," Pétur var svo spurður hvort hann hefði verið rangstæður: „Nei það held ég ekki," sagði Pétur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner