Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. október 2019 20:18
Magnús Már Einarsson
Alfreð og Gylfi heimsóttu Grensásdeild Landspítalans
Mynd: .
Íslensku landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson kíktu í dag í heimsókn Grensásdeild, endurhæfingardeild Landspítalans, en með þeim í för var Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari landsliðsins.

Landsliðsmennirnir gáfu sig á tal við fólk sem dvelur á Grensásdeild en þeir ræddu meðal annars við Aron Sigurvinsson.

Aron hefur spilað í meistaraflokki með Hetti/Hugin, Fjarðabyggð og Elliða en hann slasaðist illa í alvarlegu bílslysi í águst síðastliðnum.

Bati Arons hefur verið magnaður en hann mun væntanlega útskrifast af Grensásdeild á næstunni, mun fyrr en búist hafði verið við.

Elliði hélt styrktarleik fyrir Aron í lok ágúst síðastliðnum sem heppnaðist vel.

Alfreð og Gylfi verða í eldlínunni annað kvöld þegar Ísland og Frakkland mætast en á myndunum má sjá þá ásamt Aroni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner