Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. október 2019 20:40
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Birkir Bjarna bestur
Icelandair
Birkir Bjarnason var stórkostlegur á miðjunni.
Birkir Bjarnason var stórkostlegur á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason með boltann.
Arnór Ingvi Traustason með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði naumlega 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli í kvöld. Olivier Giroud skoraði eina markið úr vítaspyrnu. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net af Laugardalsvelli.



Hannes Þór Halldórsson 8
Átti flottan dag á milli stanganna. Varði sérstaklega vel frá Ben Yedder í síðari hálfleiknum.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Komst ágætlega frá sínu í fyrsta leik í hægri bakverði. Lenti þó í smá brasi þegar Lucas Digne kom upp völlinn úr vinstri bakverðinum.

Kári Árnason 7
Öflug frammistaða hja Kára í hjarta varnarinnar.

Ragnar Sigurðsson 6
Fastur fyrir að venju. Fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum.

Ari Freyr Skúlason 5
Fékk á sig vítaspyrnu á klaufalegan hátt og hefur oft spilað betur.

Arnór Ingvi Traustason 6 ('81)
Skilaði varnarhluverkinu vel en náði lítið að sýna fram á við.

Rúnar Már Sigurjónsson 7 ('72)
Drífandi á miðjunni. Stýrði mönnum vel og lét hressilega til sín taka.

Birkir Bjarnason 8 - Maður leiksins
Var frábær á miðjunni í kvöld. Ekki að sjá að hann sé án félags. Reyndar hlýtur sú staða að breytast eftir kvöldið. Birkir ætti að eiga von á mörgum samningstilboðum.

Jóhann Berg Guðmundsson ('15)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Öflug frammistaða hjá Gylfa. Sýndi mikil gæði sín af og til í leiknum.

Kolbeinn Sigþórsson 8
Ótrúlega drjúgur í baráttu við varnarmenn Frakka efst á vellinum. Vann fjölmarga skallabolta og tók mikið til sín.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson 6 ('15)
Sama og hjá Arnóri Ingva á hinum kantinum. Orkan fór í varnarleikinn og hann kláraði að hlutverk vel.

Alfreð Finnbogason ('73)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Arnór Sigurðsson ('84)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner