Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 12. október 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útilokaði ekki að Kante spili gegn Tyrkjum
Icelandair
Kante á landsliðsæfingu.
Kante á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
N'Golo Kante var ekki með Frakklandi í 1-0 sigrinum á Íslandi í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi.

Kante var upphaflega í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig frá keppni vegna meiðsla í upphitun.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, útilokaði það ekki á blaðamannafundi eftir leik að Kante yrði með í leiknum gegn Tyrklandi á mánudag.

„Ég veit ekki hvernig staðan er. Það kemur í ljós í kvöld. Vonandi verða allir klárir í leikinn á mánudag þar sem við getum tryggt okkur á næsta stórmót," sagði Deschamps, en hann heldur að meiðslin séu ekki of alvarleg.

Leikur Frakklands og Tyrklands er mjög mikilvægur fyrir Ísland. Íslendingar þurfa að treysta á það að Frakkland vinni leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner