lau 12. október 2019 10:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
David Beckham langar að byrja á Mbappe
Powerade
Mbappe fyrstur til að skrifa undir hjá Bekcham?
Mbappe fyrstur til að skrifa undir hjá Bekcham?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Matty á sultarlaunum?
Matty á sultarlaunum?
Mynd: Getty Images
Wenger ser eftir að hafa tekið Jeffers framyfir Philips.
Wenger ser eftir að hafa tekið Jeffers framyfir Philips.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að laugardagsslúðrinu. BBC tekur saman það helsta úr erlendum miðlum.



Real Madrid ætlar að kaupa Christian Eriksen (27) frá Tottenham í janúar. (Marca)

Real er einnig með augastað á norska framherjanum Erling Haaland (19), leikmanni Red Bull Salzburg, sem einnig hefur verið orðaður við Manchester United, Napoli og Juventus. (AS)

Serge Aurier (26) hefur sagt frá því að hann vildi fara frá Tottenham í sumar en bakvörðurinn segist óviss með sína framtíð. (Football.London)

Aston Villa er með augastað á Eric Dier (25) miðjumanni Tottenham. (Birmingham Mail)

Starf Unai Emery hjá Arsenal gæti verið í hættu ef liðið kemst ekki inn í Meistaradeildina á komandi tímabili. (Times)

David Beckham reynir að fa Kylian Mbappe (20) til að verða fyrsti leikmaðurinn sem skrifar undir hjá honum en Beckham er orðinn umboðsmaður. (Mail)

Sunderland vill fá Gareth Ainsworth, stjóra Wycombe, eða Phil Parkinson, fyrrum stjóra Bolton, til að taka við stjórastöðunni hjá félaginu. (Guardian/Sun)

Rússneskur umboðsmaður segir að hann hafi reynt að bjóða Alexandre Lacazette (28) til Zenit í sumar og segir franska framherjann vera með 61 m/punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Mirror)

Paul Pogba (26) verður líklega orðinn heill þegar Manchester United mætir Liverpool eftir rúma viku. (Sun)

Manchester United má búast við því að 450 m/punda styrktarsamnijngurinn sem liðið er með núna verði toppaður þegar liðið skrifar undir nýjan. (ESPN)

Matty Longstaff (19) sem skoraði mark Newcastle gegn Man Utd. er með einungis 850 pund í vikulaun hjá Newcastle. (Sun)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir að hann hefði frekar átt að taka Kevin Philips frá Sunderland heldur en Francis Jeffers á sínum tíma. (Mirror)

Ronny Rosenthal, fyrrum framherji Liverpool og Tottenham, segist hafa mælt með að Arsenal og Tottenham myndu kaupa Cristiano Ronaldo árið 2002. (Express)

Marouane Fellaini (31), fyrrum leikmaður Man Utd. segir að Jose Mourinho hafi ekki fengið nægilega langan tíma sem stjóri United. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner