Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. október 2019 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe þakklátur Deschamps: Ég myndi deyja fyrir hann
Mbappe í baráttunni við Ragnar Sigurðsson.
Mbappe í baráttunni við Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kylian Mbappe var í smá basli í kringum þann tíma sem PSG var að kaupa hann af Mónakó. Hann fékk ekki að spila með félagsliði sínu en spilatíminn kom í landsliðinu.

Mbappe er meiddur um þessar mundir og lék því ekki með franska liðinu sem lagði það íslenska, 0-1, á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Didier Deschamps valid Mbappe í liðið á sínum tíma og framherjinn mun ekki gleyma því vali.

„Það þýddi óendanlega mikið fyrir mig að vera valinn þegar ég var ekki að spila með Mónakó," sagði Mbappe við TF1.

„Það eru sterk merki þess að hann hafði gífurlega mikla trú á mér. Ég sá þarna að hann treysti mér og trúði á mig. Eftir þetta myndi ég deyja fyrir hann á vellinum. Ef hann myndi biðja mig um að spila í markinu myndi ég gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner