Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Belgía: Fyrsti sigur Arnars Grétarssonar hjá Roeselare
Mynd: Getty Images
Roeselare 3 - 1 Leuven

Arnar Grétarsson tók í ágúst við stjórastöðunni hjá Roeselare í belgísku B-deildinni, Proximus League.

Mikið hefur verð rætt um gjaldþrot hjá liðinu en liðið hefur gengið frá þeim málum og þá var næsta skref að sigra fótboltaleiki. Það hafði ekki tekist í fyrstu níu deildarleikjunum en sjö töp og tvö jafntefli voru raunin. Þá hafði illa gengið að skora en liðið var einungis með fjögur mörk skoruð í leikjunum níu.

Roeslare fékk Leuven í heimsókn í dag í 10. umferð deildarinnar. Flóðgáttirnar opnuðust um miðbik fyrri hálfleiks því Roeselare skoraði öll þrjú mörk sín á tíu mínútna kafla.

Leuven var fyrir umferðina í efsta sæti deildarinnar og því um talsvert óvæntan sigur að ræða.

Leuven minnkaði muninn á 92. mínútu leiksins en komust ekki nær og því fyrsti sigurinn staðreynd hjá Adda Grétars.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner