Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 12. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Klopp í stuði - Laumaðist í burtu úr viðtali þegar Guardiola kom
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sló á létta strengi í viðtali við fjölmiðla eftir fund hjá UEFA í Sviss í gær.

Margir af þekktustu stjórum heims mættu á fundinn og það gerðu meðal annars Klopp og Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

Klopp var spurður að því hvort hann og Pep hefðu rætt málin eftir 3-1 sigur Liverpool á Manchester City.

Spyrillinn sagði reyndar Pepe sem ruglaði Klopp í ríminu. Klopp var síðan byrjaður að svara þegar Pep Guardiola sjálfur sást í bakgrunni.

Þá sló Klopp á létta strengi og rauk út úr viðtalinu. „Pep Guardiola er að koma," hvíslaði Klopp og fór úr mynd eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner