Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. desember 2019 10:41
Magnús Már Einarsson
Sara Björk í 52. sæti yfir bestu fótboltakonur ársins
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins, er í 52. sæti á lista The Guardian yfir bestu knattspyrnukonur ársins 2019 í heiminum.

94 aðilar skipa dómnefndina en þar eru þjálfarar, fyrrum leikmenn og fjölmiðlamenn. Þóra B. Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, var í dómnefndinni.

Sara Björk var í 31. sæti á listanum í fyrra en nú er búið að opinbera leikmenn í 41-100. sæti í ár og þar er Sara í 52. sætinu.

„Gunnarsdóttir er aftur eini Íslendingurinn á topp 100 og í fyrsta skpti dettur hún af topp 50. Það er vitnisburður um magnaðan stöðugleika hjá þessum 29 ára leikmanni að hún hefur unnið sér inn orðspor í heiminum sem traustur, öflugur gæða miðjumaður sem hefur í nokkur ár verið í lykilhlutverki í eitt af sigursælustu liðum Evrópu," segir í umsögn The Guardian.

„Ef eitthvað er þá hefur Gunnarsdótitir orðið ennþá sterkari á nýju tímabili og er byrjuð að bæta við mörkum við leik sinn eftir sumar þar sem hún fékk hvíld meðan aðrir leikmenn spiluðu á HM."

„Hún hefur nú þegar skorað sex mörk á þessu tímabili með Wolfsburg sem er enn og aftur á toppnum í Þýskalandi og virðist eiga möguleika á að fara langt í Evrópu, með Gunnarsdóttur aftur sem eina af stjörnunum."


Smelltu hér til að sjá listann
Athugasemdir
banner
banner