Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   mið 04. desember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Stuðningsmenn, ekki fara snemma heim
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins fari ekki heim af leikjum áður en flautað er til leiksloka.

Kelechi Iheanacho tryggði Leicester sigur á Everton í viðbótartíma á sunnudag en þá voru nokkrir stuðningsmenn farnir úr stúkunni.

„Skilaboð mín eru: Stuðningsmenn, ekki fara snemma heim," sagði Rodgers. „Þetta er lið sem heldur áfram hvort sem staðan er 9-0 eða 1-1. Það er gott þol í liðinu og gott hugarfar."

„Þetta pirraði mig ekki (að stuðningsmenn fóru fyrr heim) en ég vil hafa þá lengur. Ég veit að það getur verið traffík á leiðinni heim en þetta lið heldur alltaf áfram til leiksloka."

„Stuðningsmennirnir eiga ekki að vera í vafa um að þetta sé búið í stöðunni 1-1. Ég er ekki viss hvort einhver hafi farið heim í stöðunni 9-0 gegn Southampton en ekki fara heim í 1-1. Við höldum áfram til leiksloka."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner