Fótbolti.net stóð fyrir kosningu á 24 bestu knattspyrnumönnum heimsins í nóvember mánuði árið 2004. Við gerðum svo ítarlega pistla um alla leikmennina í jóladagatalinu sem við munum nú, vegna fjölda áskoranna, birta upp á nýtt með uppfærðum upplýsingum og myndum frá NordicPhotos/GettyImages.
Númer 23 er leikmaður AC Milan, Kaká.
Númer 23 er leikmaður AC Milan, Kaká.
23. Kaká
Ricardo Izecson Santos Leite heitir brasilíski miðjumaðurinn sem yfirleitt er kallaður Kaká. Hann er fæddur þann 22. apríl árið 1982 og er því 23 ára gamall í dag.Það vill oft loða við undrabörn frá Suður-Ameríku að þau alast upp í mikilli fátækt og spila knattspyrnu fyrstu árin við mjög framandi og fátæklegar aðstæður. Nægir þar að nefna Pele, Maradona og Ronaldo. Kaká er andstæðin við það.
Hann ólst upp í höfuðborg Brasilíu sem heitir Brasilia. Þar ólst hann upp í efnuðu hverfi og æskan var honum mjög góð. Hann byrjaði ungur að spila knattspyrnu og gekk til til liðs við sitt uppáhalds lið, São Paulo þegar hann var átta ára gamall. Hann skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn við liðið árið 1997, aðeins 15 ára.
18 ára spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir liðið og var ekki lengi að vinna sér inn fast sæti í stórliðinu og verða lykilamaður að velgengni þess.
"Ég þori að veðja að í framtíðinni verður Kaka, ásamt Ronaldinho, tveir af bestu leikmönnum brasilískrar knattspyrnu." Þetta sagði Oswaldo de Oliveira þjálfari São Paulo um Kaká árið 2001. Eru fleiri á því að þetta sé rétt hjá honum nú þrem árum síðar?
Kaká leyndi aldrei draumum sínum að fara til stórliðs á Spáni eða Ítalíu. En undir lok ársins 2002, þegar Kaká var ekki einu sinni í byrjunarliðinu í unglingaliði São Paulo lenti hann í alvarlegu slysi.
Hann datt þá þegar hann var í vatnsleikjagarði og braut hryggjalið í hálsinum. Hann var mjög nálægt því að lamast fyrir neðan mitti en það sem hann gerði á meðan hann var að jafna sig sýnir ýmislegt um piltinn. Hann gerði lista yfir þá 10 hluti sem hann ætlaði að gera í framtíðinni. Hann er svona:
- 1. Að spila fótbolta aftur
- 2. Að komast upp í aðallið São Paulo
- 3. Að verða hluti af 25 manna liðinu sem tekur þátt í mótum
- 4. Að berjast um sæti í 18 manna hópnum fyrir alla leiki
- 5. Að verða byrjunarliðsmaður hjá São Paulo
- 6. Að spila fyrir Brasilíu í HM undir 20 ára leikmanna
- 7. Að verða kallaður upp í æfingahóp Brasilíska landsliðsins
- 8. Að spila fyrir Braslíska landsliðið
- 9. Að verða valinn til að spila á HM
- 10. Að verða seldur til stórliðs á Spáni eða Ítalíu
Kaká var orðinn mjög eftirsóttur á tímablinu 2002/2003. Hann átti frábæra leiktíð og mörg lið um allan heim fylgdust náið með framgangi hans. Hann var ekki lengi að segja já þegar AC Milan bauð í hann um sumarið 2003.
Kaká hefur ekki einungis náð langt með félagsliðum sínum heldur er hann einnig Heimsmeistari! Hann var í brasilíska liðinu árið 2002 sem vann í Japan og Suður-Kóreu en hann fékk reyndar ekki að spila ýkja mikið þar.
Kaká hefur verið að bæta sig nánast með hverjum leiknum og er án efa lykilmaður í liði AC Milan í dag. Kaká er einn allra sterkasti miðjumaður heims og í dramastöðunni sinni, fyrir aftan tvo framherja er hann svo skeinuhættur að aldrei má af honum líta.
Sjá einnig:
Nr. 24: Michael Owen (Real Madrid)
Athugasemdir