Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 07. desember 2007 10:52
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Benitez bannar sínum mönnum að vaka eftir boxbardaga
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez stjóri Liverpool hefur bannað leikmönnum sínum að horfa boxbardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather aðfaranótt sunnudags.

Bardaginn byrjar um klukkan 2 en margir bíða spenntir eftir að þessir mögnuðu boxarar mætist.

Benitez vill að sínir menn fari snemma að sofa til að undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Marseille í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og hefur bannað mönnum að horfa á bardagann en seinni partinn á laugardag á Liverpool einnig leik við Reading.

,,Ég hef sagt þeim að það sé mikilvægt að hvílast, sérstalega þegar við erum að spila seint á útivelli og síðan aftur á útivelli stuttu síðar," sagði Benitez.

,,Ég vona að leikmenn muni ekki vaka og horfa á bardagann því að við þurfum að hvílast þegar við spilum leiki svona þétt nálægt hvor öðrum."

,,Þeir hafa DVD diska til að taka þetta upp á og geta horft síðar. Það er mikilvægt að leikmenn hvílist vel. Við reynum að stjórna þessum hlutum og setja skipulag,"
bætti Benitez við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner