Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bowen reifst við stuðningsmenn eftir þriðja tapið í röð
Mynd: EPA
Tímabilið byrjar mjög illa hjá West Ham en Jarrod Bowen, fyrirliði liðsins, var illa fyrir kallaður eftir tap liðsins gegn Wolves í deildabikarnum í kvöld.

West Ham er án stiga eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni. Liðið tapaði gegn nýliðum Sunderland 3-0 og Chelsea 5-1. West Ham var með 2-1 forystu í kvöld þegar Jorgen Strand Larsen kom inn á og skoraði tvennu og tryggði Wolves 3-2 sigur.

Leikurinn fór fram á Molineux, heimavelli Wolves, en í leikslok reifst Bowen við stuðningsmenn West Ham sem gerðu sér ferð á leikinn.

Tomas Soucek og öryggisverðir á vellinum komu í veg fyrir að þetta færi algjörlega úr böndunum og Soucek kom Bowen í burtu. Bowen skrifaði afsökunarbeiðni á Instagram í kvöld.

„Ég vil byðja stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum í kvöld. Ég er ástríðufullur maður og mun berjast í hvert skipti sem ég stíg inn á völlinn. En ég þarf að vera betri fyrirmynd og þið aðdáendur vitið hversu mikið ég elska ykkur og þetta félag!“ Skrifaði Bowen.


Athugasemdir