Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   mið 27. ágúst 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Man Utd heimsækir Grimsby
Mynd: EPA
Önnur umferð enska deildabikarsins hófst í gær með nítján leikjum. Henni lýkur í kvöld en fjórir leikir eru á dagskrá.

Man Utd spilar ekki í Evrópu á þessu tímabili og byrjar því í 2. umferð. Liðið heimsækir Grimsby sem er með 11 stig eftir fimm umferðir í D-deildinni. Jason Daði Svanþórsson er leikmaður liðsins en hann er fjarverandi vegna meiðsla.

Það má búast við því að Ruben Amorim geri margar breytingar á liðinu en leikmenn á borð við Kobbie Mainoo, Harry Maguire, Manuel Ugarte og Joshua Zirkzee hafa fengið lítinn sem engan spiltíma í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Andre Onana ásamt þeim ungu Ayden Heaven og Tyler Fredricson fá líklega einnig tækifæri.

Everton fær Mansfield Town í heimsókn, Fulham fær Bristol City í heimsókn og Brighton heimsækir Oxford United.

miðvikudagur 27. ágúst
18:45 Everton - Mansfield Town
18:45 Fulham - Bristol City
18:45 Oxford United - Brighton
19:00 Grimsby - Man Utd
Athugasemdir