Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   mið 27. ágúst 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa í dag - Bayern í bikarnum og Brann einu skrefi nær Evrópudeildinni
Mynd: EPA
Síðasti leikurinn í fyrstu umferð þýska bikarsins fer fram í kvöld. Bayern Munchen heimsækir Wehen Wiesbaden sem leikur í 3. deild.

Bayern fer vel af stað á tímabilinu en liðið vann Stuttgart í Ofurbikarnum og valtaði yfir Leipzig 6-0 í fyrstu umferð deildarinnar. Luis Diaz fer vel af stað með liðinu en hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö. Þá skoraði Harry Kane þrennu gegn Leipzig.

Síðustu leikirnir í forkeppni Meistaradeildarinnar fara fram í kvöld en fjórir leikir eru á dagskrá. Einn leikur er í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Íslendingaliðið Brann heimsækir AEK Larnaca frá Kýpur en Brann er með eins marks forystu eftir leikinn í Noregi. Þá er einn leikur í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Þá mætast Celta Vigo og Real Betis í fyrsta leik 3. umferðar í spænsku deildinni.

miðvikudagur 27. ágúst

Spánn: La Liga
19:00 Celta - Betis

GERMANY: National cup
18:45 Wehen Wiesbaden - Bayern

Meistaradeildin
16:45 Qarabag - Ferencvaros (3-1)
19:00 Benfica - Fenerbahce (0-0)
19:00 Club Brugge - Rangers (3-1)
19:00 FCK - Basel (1-1)

Evrópudeildin
16:30 AEK Larnaca - Brann (1-2)

Sambandsdeildin
16:45 Riga - Sparta Prag (0-2)
Athugasemdir
banner