Matheus Franca er genginn til liðs við Vasco da Gama á láni frá Crystal Palace út tímabilið.
Franca er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Hann gekk til liðs við félagið frá Flamengo árið 2023 fyrir 26 milljónir punda.
Franca er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Hann gekk til liðs við félagið frá Flamengo árið 2023 fyrir 26 milljónir punda.
Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá Crystal Palace en hann hefur aðeins komið við sögu í 19 leikjum og skorað eitt mark.
Crystal Palace missti Eberechi Eze til Arsenal á dögunum en Yeremy Pino er á leið til félagsins frá Villarreal.
Athugasemdir