Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolves hafnaði öðru tilboði frá Newcastle
Mynd: EPA
Wolves hafnaði í kvöld öðru tilboði Newcastle í norska framherjan Jorgen Stand Larsen.

Newcastle bauð 50 milljónir punda í leikmanninn í gær sem var hafnað og tilboðið hækkaði um fimm milljónir punda í kvöld en Wolves sagði aftur nei.

Strand Larsen kom inn á sem varamaður í sigri Wolves gegn West Ham í deildabikarnum í kvöld. Hann skoraði tvennu í 3-2 sigri.

„Jorgen er okkar leikmaður, við sjáum til hvað gerist. Ég veit hvernig fótbolti virkar, allir leikmenn eru falir fyrir ákveðna upphæð. En hann er mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Vitor Pereira, stjóri Wolves, eftir leikinn í kvöld.

Newcastle er í leit að sóknarmanni þar sem það er mikil óvissa um framtíð Alexander Isak. Hann vill fara til Liverpool og er í verkfalli um þessar mundir.

Strand Larsen var keyptur til Wolves fyrir 30 milljónir evra í sumar eftir að hafa verið á láni frá Celta Vigo á síðasta tímabili. Hann skoraði 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir