Það hefur verið mikil dramatík í herbúðum Marseille eftir að miðjumaðurinn Adrien Rabiot og sóknarmaðurinn Jonathan Rowe slógust harkalega eftir leik gegn Rennes í fyrstu umferð frönsku deildarinnar.
Rowe var seldur í kjölfarið til Bologna. Það er útlit fyrir að Rabiot muni einnig yfirgefa félagið á næstu dögum.
Rowe var seldur í kjölfarið til Bologna. Það er útlit fyrir að Rabiot muni einnig yfirgefa félagið á næstu dögum.
Fabrizio Romano greinir frá því að AC Milan sé búið að setja sig í samband við umboðsmenn Rabiot en engar viðræður eru farnar af stað milli félagana.
Romano segir að viðræður Marseille við Real Madrid um miðjumanninn Dani Ceballos séu á góðri leið. Marseille mun fá hann á láni með kaupskyldu.
Athugasemdir