Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 10:04
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Bjarnason í Norrköping (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping hefur fengið Jóhannes Kristin Bjarnason í sínar raðir frá KR.

Bjarni Guðjónsson, faðir Jóhannesar, var á dögunum ráðinn þjálfari U19 ára liðs Norrköping.

Jóhannes varð 16 ára í síðustu viku og hann hefur nú samið við sænska félagið. Í fyrra spilaði hann einn leik í Pepsi Max-deildinni með KR og einn leik í Mjólkurbikarnum þar sem hann skoraði í stórsigri gegn Vængjum Júpíters.

„Ég er mjög ánægður með að koma til IFK Norrköping," sagði Jóhannes eftir undirskrift.

„Margir íslenskir leikmenn hafa staðið sig vel hér og ég mun leggja hart að mér til að gera slíkt hið sama. Ég hlakka til að byrja."

Í dag eru Ísak Bergmann Jóhannesson, Oliver Stefánsson og Finnur Tómas Pálmason allir á mála hjá Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner