Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 01. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona ætlar að bjóða í Cancelo en hættir við Felix
Joao Cancelo
Joao Cancelo
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona er að undirbúa 15 milljóna evra tilboð í portgúalska bakvörðinn Joao Cancelo. Þetta kemur fram í spænska miðlinum Sport.

Börsungar fengu Cancelo á láni frá Manchester City síðasta sumar.

Þessi fjölhæfi bakvörður hefur hrifið stjórnarmenn Barcelona sem undirbúa nú tilboð í kappann.

Félagið mun að öllum líkindum leggja fram 15-20 milljóna evra tilboð í Cancelo, en samlandi hans, Joao Felix, mun líklega ekki fá varanleg skipti.

Barcelona hefur átt í viðræðum við Atlético Madríd um kaup á Felix, en Atlético vill að minnsta kosti 70 milljónir evra. Það er verðmiði sem Barcelona ræður ekki við í augnablikinu og því líklegt að Börsungar missi af honum í sumar.

Félagið hefur mikinn áhuga á að semja við Felix en það mun ekki gerast nema Atlético lækki kröfur sínar.

Felix hefur komið að þrettán mörkum í þrjátíu leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner