Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. mars 2024 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Már lagði upp í sigri - Rúnar Þór lék í öðrum tapleiknum í röð
Elías Már Ómarsson
Elías Már Ómarsson
Mynd: NAC Breda

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn í 3-1 sigri NAC Breda gegn Jong Utrecht í næst efstu deild í Hollandi í kvöld.


Breda var marki yfir í hálfleik og Elías Már lagði upp annað mark leiksins.

Rúnar Þór Sigurgeirsson lék rúmlega klukkutíma leik í 2-0 tapi Willem II gegn FC Emmen.

Willem II er á toppi deildarinnar með 57 stig, þremur stigum á undan Roda en Willem II hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. NAC Breda er í 7. sæti með 43 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Holstein Kiel gegn Hertha Berlin í næst efstu deild í Þýskalandi. Hertha Berlin var 2-0 yfir þegar Hólmbert kom inn á á 77. mínútu.

Holstein Kiel er í 2. sæti með 43 stig en St. Pauli er á toppnum með 48 stig og Hamburg er tveimur stigum á eftir Holstein Kiel.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner