Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fös 01. mars 2024 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Lazio sá þrjú rauð í tapi gegn Milan

Lazio 0 - 1 Milan
0-1 Noah Okafor ('88 )
Rautt spjald:,Luca Pellegrini, Lazio ('57)Adam Marusic, Lazio ('90)Matteo Guendouzi, Lazio ('90)


Það var mikil dramatík í leik Lazio og Milan í ítölsku deildinni í kvöld en Lazio fékk þrjú rauð spjöld.

Luca Pellegrini fékk að líta rauða spjaldið eftir tæplega klukkutíma leik þegar hann fékk sitt annað gula spjald.

Noah Okafor tryggði Milan sigur með marki þegar skammta var til loka venjulegs leiktíma.

Leiknum var hins vegar langt frá því að vera lokið en Adam Marusic og Matteo Guendouzi fengu rautt spjald fyrir ansi litlar sakir.

Marusic ýtti í bakið á Rafael Leao og aukaspyrna dæmd en hann sagði líklega eitthvað sem varð til þess að dómari leiksins lyfti upp rauða spjaldinu í kjölfarið.

Stuttu síðar var Guendouzi á hlaupum með boltann og Christian Pulisic braut á honum og Guendouzi reif bandaríska landsliðsmanninn niður með sér sem dómarinn taldi verðskulda rautt spjald.

Sjáðu rauða spjald Marusic
Sjáðu rauða spjald Guendouzi


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner