Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahópi FC Kaupmannahöfn í þriðja leiknum í röð í kvöld þegar liðið tapaði gegn Midtjylland. Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Midtjylland var í banni. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekknum hjá FCK.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Midtjylland sem er á toppnum í deildinni með þriggja stiga forystu á FCK sem situr í 3. sæti deildarinnar.
Orri hefur fengið ansi lítinn spilatíma upp á síðkastið og er talið að hann sé á förum frá félaginu.
Hann hefur samt sem áður staðið sig vel en hann hefur skorað átta mörk og algt upp sex í 28 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir