Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   mán 01. apríl 2024 23:31
Sölvi Haraldsson
Arnar Grétars: Það var svolítið eins og blaut tuska
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera frekar jafn. Liðin skiptust á að sækja og mér fannst Víkingarnir byrja miklu grimmari en við fram að rauða spjaldinu. Þeir voru miklu betri en við í seinni hálfleik og komust í nokkrar góðar stöður sem við vissulega hjálpum þeim með en þeir ná samt ekki að skora. Við byrjuðum ekki seinni hálfleikinn af þeim krafti sem við vildum. Síðan breytist leikurinn eftir rauða spjaldið. Ég hefði viljað að við myndum skapa okkur betri stöður og færi. Ég man varla eftir færi sem við sköpum eftir rauða spjaldið. Ég hefði viljað að við myndum hreyfa boltann betur og koma okkur í góðar stöður sem við nýttum okkur ekki nógu vel.“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Valsmanna, eftir tap í kvöld gegn Víkingum í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Byrja leikina illa og þjálfarinn trúir því ekki að menn geti æft sig fyrir vítaspyrnukeppni

Valsmenn hafa verið að byrja leikina sína í vetur alls ekki nógu vel. Þeir tapa 2-0 gegn Þrótti, lenda snemma 2-0 undir gegn ÍR, lenda 1-0 undir gegn Fram, fá jöfnunarmark á sig snemma gegn ÍBV og fá mark á sig í dag eftir 38 sekúndur. Arnar Grétarsson finnst það ekki vera áhyggjuefni að liðið sé að byrja leikina oftar en ekki undir. Hann telur að veðrið hafi átt haft áhrif á fyrsta mark leiksins.

„Nei mér finnst það ekki vera áhyggjuefni. Ég held að markið hérna spili nú kannski eitthvað inn í veðrið. Það er vindur og það er tiltölulega klaufalegt að fá mark úr beinu innkasti. Það var kastað yfir menn, en gera þeir það vel. Það var svolítið eins og blaut tuska. Við byrjum í rauninni bara leikinn 1-0 undir en svona er fótboltinn. Mér fannst við alveg koma ágætlega til baka en hefðum getað gert betur í seinni hálfleik.“

Arnar segir að menn geti ekki æft sig fyrir vítaspyrnukeppni en Valsmenn hafa tapað núna tveimur vítaspyrnum með skömmu millibili. 

Ég held að menn æfa ekki svona. Þetta er bara dagsformið og hvernig menn hitta á. Síðast klikkaði bara einn. Ég held að Frederik sé með mjög gott orðspor í deildinni að verja víti. Ég veit ekki hvað hann er með hvort það sé að verja annað hvort víti eða eitthvað slíkt. Það er allavegana mjög hátt. Niko skaut framhjá, að vísu var hann í horninu en hann varði ekkert á móti Skaganum sem er óvanalegt. Því hann er mjög sterkur að verja víti en við þurfum að skora úr vítunum sjálfir. Í dag klikkuðu tveir og það var bara of mikið.“

Gylfi byrjaði og Arnar ósáttur með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Val eftir að hafa skrifað undir hjá þeim á dögunum. Arnar var sáttur með hans leik í dag en á eftir að horfa á hann aftur. Hann segir að það sé jákvætt að hann hafi spilað 45 mínútur.

„Það hefur verið stígandi í því að komast í þessar 45. Ég á eftir að horfa á leikinn aftur. Það var mjög kalt og vindasamt. Þannig aðstæður eiga eftir að breytast og vera betri. En ég held að fyrri hálfleikur hafi verið fínasti hálfleikur beggja liða. Það var ekki mikið af færum í honum en það var mikil stöðubarátta. Við hefðum getað nýtt okkur einhver atvik í leiknum mun betur. Ég held að leikurinn hafi komið fínt út en ég á eftir að horfa á hann aftur eins og ég geri alltaf og þá á maður eftir að sjá hvernig þetta kom út.“

Arnar telur að Valsliðið hafi alls ekki nýtt sér þá stöðu í kvöld að vera einum manni fleiri í meira en 20 mínútur.

„Ég held að við hefðum átt að geta gert betur. Ég held að menn séu sammála því að þegar þú ert einum fleiri að þá áttu allavegana að koma þér í eina til tvær góðar stöður. En stundum er það þannig að liðið sem fær rautt spjald byrjar að hlaupa og djöflast meira. Við gerðum ekki nóg í dag.“

Nýr leikmaður og annar á förum

Bjarni Mark skrifaði undir samning hjá Val í dag en Arnar er feginn að hafa náð að landa honum.

Hann er flottur strákur og kemur til með að styrkja liðið og hópinn. Það eru bara jákvæðar fréttir. Hann getur bæði spilað í miðverðinum og á miðjunni en hann er meira hugsaður á miðjunni.“

Guðmundur Andri var ekki með í dag og það hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Orra Hrafns hjá Val. Arnar var spurður út í þá báða í kvöld.

„Guðmundur Andri er meiddur. Ég á von á því að Orri Hrafn fari á lán eða fari frá okkur. Það eru allar líkur á því.

Arnar kemur þá einnig inn á það, er hann var spurður út í Bjarna Guðjón, að Valur skoðar öll tilboð sem koma á borðið varðandi Bjarna Guðjón.

Tvö af betri liðum landsins og mikil tilhlökkun á Hlíðarenda

Valur og Víkingur R. eru talinn vera tvö bestu knattspyrnulið landsins í dag samkvæmt mörgum sérfræðingum og sparkspekingum. Arnar var spurður út í það hvort hann sé sammála þeirri ályktun.

„Ég veit ekkert með það. Þetta eru allavegana tvö góð lið. Það verður bara að koma í ljós hvort eitt af þessum liðum verði deildarmeistari í haust en það er alveg klárt að þetta eru tvö af þessum betri liðum.“

Valur spilar við ÍA í sínum fyrsta Bestu deildarleik ársins næstu helgi. Arnar setur auðvitað kröfu á sigur í fyrsta leik.

Við spiluðum við þá fyrir stuttu. Gerðum jafntefli 1-1 og töpuðum svo í vító. Þannig við verðum að skerpa á nokkrum hlutum. En þetta verður bara hörkuleikur en eins og í öllum leikjum viljum við sækja þrjú stig og þetta er einnig heimaleikur.“

Arnar er fullur tilhlökkunnar fyrir komandi átökum í Bestu deildinni.

Ég held að þetta verði skemmtileg deild. Það eru mörg lið með góð lið sem geta unnið alla. Það er alltaf erfitt að spá í spilinn í fyrstu umferðunum. En svo fara hlutirnir að skýrast. En maður á von á þessum hefðbundu liðum þarna uppi. Það eru mörg lið sem vilja gera eitthvað í sumar. Það er mikil spenna það er enginn spurning.“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Valsmanna, að lokum eftir tap í vítaspyrnukeppni í kvöld gegn Víking R. á Víkingsvelli.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner